Enski boltinn

Sagna fer ekki í sumar nema með okkar leyfi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir það vilji félagsins að halda Bacary Sagna sem á rúmt ár eftir af samningi sínum.

Fjölmiðlar ytra segja líklegt að Sagna fari mögulega sömu leið og þeir Samir Nasri og Robin van Persie sem fóru þegar þeir voru að renna út á samningi.

Takist Arsenal ekki að gera nýjan samning við Sagna í sumar þarf félagið að ákveða hvort það vilji selja hann þá eða eiga það á hættu að missa hann frítt ári síðar.

„Hann fer þó ekki neitt í sumar nema með okkar leyfi. Það er okkar vilji að halda honum og það veit hann vel," sagði Wenger á blaðamannafundi í morgun.

Sagna er 30 ára gamall og kom til Arsenal frá Auxerre árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×