Enski boltinn

Van Persie meiddist eftir árekstur við myndatökumann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robin van Persie, leikmaður Manchester United, þurfti að fara meiddur af velli í leik liðsins gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Van Persie meiddist í aðdraganda fyrsta mark leiksins sem nú stendur yfir. Hann átti skot að marki sem Julio Cesar, markvörður QPR, varði en Fabio náði frákastinu og skoraði glæsilegt mark.

En eftir að Van Persie skaut að marki þá missti hann jafnvægið og féll í gryfju sjónvarpsmyndatökumanns sem er við endalínuna.

Augljóst var að Van Persie fékk nokkuð þungt högg á bakið og fór hann af velli skömmu síðar. Markið má sjá hér fyrir ofan en þar sést er Van Persie fellur í gryfjuna.

Enn er óvíst hvort þetta þýði að hann muni missa af næstu leikjum United, til að mynda gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×