Enski boltinn

Wenger: Íhugaði aldrei að hætta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki hafa velt því fyrir sér í eina sekúndu hvort hann eigi að hætta störfum hjá félaginu.

Arsenal er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, féll úr leik í bikarnum eftir tap gegn Blakburn og á litla möguleika á að komast áfram úr 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-1 tap fyrir Bayern München í fyrri leiknum.

„Við þurfum að standa saman og láta ekki skoðanir annarra koma okkur úr jafnvægi," sagði Wenger í samtali við enska fjölmiðla.

Arsenal hefur ekki unnið titil síðan liðið varð bikarmeistari árið 2005 og margir stuðningsmenn orðnir langþreyttir í biðinni.

„Ég hef aldrei íhugað að hætta, ekki í eina sekúndu. Ég er samningsbundinn til 2014 og ég mun ekki íhuga framtíð mína fyrr en þá."

Wenger fundaði með stjórn félagsins í gær en framtíð hans var ekki til umræðu þar. „Þetta voru hefðbundin mál sem voru tekin fyrir á fundinum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×