Enski boltinn

Ferguson vill opinbera þóknanir umboðsmanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist gjarnan vilja losna við umboðsmenn úr heimi knattspyrnunnar.

Sumir umboðsmenn þéna mjög vel þegar þeir koma skjólstæðingum sínum að hjá stórum knattspyrnufélögum, líkt og Manchester United.

„Ég held að flest félög verði að opinbera þessar tölur. Ég veit ekki hvernig væri hægt að gera það en sé engan skaða í því. Fólk mun þá mögulega gera sér grein fyrir því hversu ótrúlega mikið umboðsmenn fá í sinn hlut," sagði Ferguson.

„En ég hef ekki trú á því að þetta muni breytast. Þegar félagaskiptaglugginn er opinn munu umboðsmenn afla sér tekna. Þeir eru komnir til að vera. Við myndum gjarnan losna við þá en það mun ekki gerast."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×