Enski boltinn

Sástu mörkin fimm sem Liverpool skoraði?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aðeins einn leikur var spilaður í ensku úrvalsdeildinni um helgina en svipmyndir úr honum má að sjálfsögðu sjá á sjónvarpsvef Vísis.

Liverpool hafði ekki unnið í fimm leikjum í röð fyrir þennan og því viðeigandi að skora fimm mörk í þessum langþráða sigri gegn gamla félagi stjórans Brendan Rodgers.

Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool í leiknum en mörkin öll má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.

Með sigrinum komst Liverpool upp í sjöunda sæti deildarinnar, þar sem liðið er með 39 stig. Swansea datt niður í það áttunda en liðið er með 37 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×