Enski boltinn

Ferguson: Vona að Van Persie nái Real-leiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson er vongóður um að Robin van Persie nái síðari leiknum gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu.

United vann 2-0 sigur á QPR í ensku úrvalsdeildinni í dag en Van Persie fór meiddur af velli í leiknum.

„Van Persie datt í gryfju fyrir myndatökumenn og við munum meta ástand hans á morgun. Hann fékk högg á mjöðmina. Við vonumst til að hann nái leiknum gegn Real,“ sagði Ferguson.

Mörk United í dag skoruðu þeir Rafael og Ryan Giggs en fyrra markið var sérstaklega glæsilegt.

„Það var frábært - líklega mark mánaðarins. Það þurfti svo að skora annað mark og Ryan Giggs er með frábæran árangur á þessum velli. Hann er ótrúlegur maður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×