Enski boltinn

Wenger: Gott eftir erfiða daga

Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger segir að Arsenal hafi gott að því að hafa unnið í dag því að það skapi ró í kringum félagið. Arsenal vann Aston Villa á heimavelli, 2-1.

Vikan hefur verið erfið hjá Wenger en um síðustu helgi féll liðið úr leik í ensku bikarkeppninni eftir tap gegn Blackburn og svo tapaði það fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu, 3-1.

„Þetta voru mikil vonbrigði og við vorum svolítið taugaóstyrkir í byrjun. En við áttum skilið að vinna og þetta kemur okkur í rólegri kringumstæður," sagði Wenger eftir leikinn í dag.

„Það var mikilvægt að ná þremur stigum í dag. Bestu leikmennirnir standa sig best þegar mest á reynir og það gerði Santi Cazorla í dag," bætti Wenger við en Cazorla skoraði bæði mörk Arsenal í dag.

„Maður hefði kannski verið sáttur við jafntefli miðað við síðustu daga en ég er þakklátur fyrir sigurinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×