Enski boltinn

Van Persie vill spila alla leiki fyrir United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robin van Persie
Robin van Persie Mynd / Getty Images
Robin van Persie, leikmaður Manchester United, vill spila alla leiki með félaginu og hefur engan áhuga á því að hvíla.

Van Persie hefur verið stórkostlegur með United á tímabilinu og skorað 23 mörk.

Manchester United mætir Reading í enska bikarnum á morgun og vill van Persie spila.

„Ég komst fljótlega að því að hver einasti leikur með Manchester United er stórleikur," sagði van Persie.

„Auðvitað eru sumir leikur stærri en aðrir eins og gegn City eða Liverpool í deildinni og Real Madrid í Meistaradeildinni. Maður verður samt sem áður að klára alla leiki, þeir gera lið að meisturum."

„Persónulega elska ég að spila fótbolta og vill aldrei hvíla. Ég er komin á ákveðin ham og vill halda áfram. Ég er orðin vanur að spila tvo leiki í viku og þegar maður hvílir of lengi getur tekið tíma að koma til baka."

„Ég vill spila gegn Reading. Ég vill helst spila alla leiki fyrir Manchester United, þetta er það stórt félag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×