Enski boltinn

Glæsimark Berbatov tryggði Fulham sigur | Myndband

Dimitar Berbatov tryggði sínum mönnum í Fulham 1-0 sigur á Stoke með glæsilegu marki í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Markið skoraði hann með þrumufleyg undir lok fyrri hálfleiks en markið má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.

Stoke fékk þó frábært tækifæri til að jafna leikinn síðari hálfleik þegar vítaspyrna var dæmd á Fulham. Jonathan Walters tók spyrnuna en hinn fertugi Mark Schwarzer varði glæsilega frá honum.

Fulham var þó sterkari aðilinn í leiknum og komst með sigrinum upp í 32 stig. Liðið er í ellefta sæti deildarinnar en Stoke er í tíunda sæti með 33 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×