Enski boltinn

David Gill hættir hjá Manchester United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson og David Gill.
Alex Ferguson og David Gill. Nordic Photos / Getty Images
David Gill mun láta af störfum sem framkvæmdarstjóri Manchester United en hann hefur gegnt því starfi í tæpan áratug.

Gill verður áfram í stjórn félagsins en hann tók fyrst sæti í henni árið 1997. Ed Woodward, varaforseti stjórnar félagsins, mun taka við starfi Gill nú í sumar.

„Það hafa verið mér mikil forréttindi að fá að starfa hjá Manchester United undanfarin sextán ár. Ég hef fengið að starfa með besta knattspyrnustjóra í sögu íþróttarinnar og hjá félagi sem ég tel vera það besta í bestu íþrótt heims," sagði í yfirlýsingu Gill.

„Ég hef upplifað ótrúlega sigra, eins og þrennuna árið 1999 og tvennuna árið 2008. En líka sár töp, eins og þegar við töpuðum titlinum með síðustu spyrnu tímabilsins í vor."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×