Enski boltinn

Neville: Scholes getur spilað í tvö ár til viðbótar

Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að félagið hafi sparað sér mikinn pening með því að plata Paul Scholes til að taka skóna af hillunni. Neville segir að Scholes hafi saknað fótboltans og að hann eigi nóg eftir þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall.

Enski boltinn

Redknapp: Það skellti enginn seðlabunka á mitt borð

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er stoltur af sínu liði sem hefur komið skemmtilega á óvart í vetur með frábærum fótbolta og mjög góðu gengi. Tottenham tapaði reyndar tveimur fyrstu leikjum sínum en er núna aðeins þremur stigum á eftir toppliði Manchester City.

Enski boltinn

QPR vill fá Alex

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá hefur QPR, lið Heiðars Helgusonar, gert Chelsea tilboð í brasilíska varnarmanninn Alex.

Enski boltinn

Redknapp trúir því að Tottenham geti unnið deildina

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að leikmenn liðsins trúi því að liðið geti unnið ensku úrvalsdeildina. Tottenham er með 45 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-0 sigur gegn Everton í gær en liðið er með 45 stig, jafnmörg stig og Englandsmeistaralið Manchester United sem er í öðru sæti. Manchester City er efst með 48 stig þegar 20 umferðir eru búnar.

Enski boltinn

Robbie Keane samdi við Aston Villa

Robbie Keane, hefur komist að samkomulagi við enska úrvalsdeildarliði Aston Villa. Írski framherjinn leika sem lánsmaður með Birminghamliðinu fram til 25. febrúar en Keane er samningsbundinn bandaríska meistaraliðinu LA Galaxy. Aðeins á eftir að fá formlega staðfestingu á félagaskiptunum hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.

Enski boltinn

Mancini og Gerrard rifust harkalega

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City reifst harkalega við Steven Gerrard fyrirliða Liverpool í gær. Gerrard skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarkeppninnar en síðari leikurinn fer fram á Anfield heimavelli Liverpool.

Enski boltinn

Tottenham upp að hlið Man United

Tottenham vann í kvöld 2-0 sigur á Everton í frestuðum leik úr fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum komst liðið upp í 45 stig og er nú með jafn mörg stig og Manchester United í 2.-3. sæti deildarinnar.

Enski boltinn