Enski boltinn

Gerrard búinn að framlengja samning sinn við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Liverpool en það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag.

Gerrard er fyrirliði Liverpool og hefur verið alla sína tíð á mála hjá félaginu. Hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla en tryggði liðinu 1-0 sigur á Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær.

„Ég er afar hamingjusamur," sagði Gerrard á heimasíðu Liverpool en þar kemur ekki fram hversu langur samningurinn er.

„Liðið stóð sig frábærlega í gær og þetta voru þau úrslit sem við vildum fá. Vonandi getum við klárað seinni leikinn eftir tvær vikur og komist í úrslitaleikinn. Það væri frábært að fá að fara á Wembley með okkar stuðningsmönnum."

„Það var svo frábært að fá að klára samninginn í dag. Það var rúsínan í pylsuendanum."

„Þetta er félagið sem ég elska og hef stutt síðan ég var lítill strákur. Ég fæ að upplifa drauminn minn með því að vera fyrirliði félagsins sem er eitt það stærsta í heimi. Ég hef verið hérna síðan ég var átta ára gamall og myndi ekki skipta á þessari reynslu fyrir neitt annað í heiminum."

„Vonandi get ég verið áfram starfandi fyrir félagið eftir að ég hætti að spila knattspyrnu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×