Enski boltinn

Knattspyrnumaður rekinn fyrir vafasama Twitterfærslu

Lee Steele er atvinnulaus fótbioltamaður.
Lee Steele er atvinnulaus fótbioltamaður. Getty Images
Lee Steele er nafn sem fáir könnuðust við en hann hefur vakið athygli á Englandi og víðar eftir að hann var rekinn frá knattspyrnuliðinu Oxford City sem leikur í ensku 2. deildinni sem áður var 4. deild.

Steele skrifaði vafasama færslu á Twitter þar sem hann var með fordóma í garð Gareth Thomas sem er einn þekktasti ruðningsleikmaður Bretlandseyja. Thomas kom út úr skápnum árið 2009 og hefur hann frá þeim tíma vakið athygli á málefnum samkynhneigðra.

Hann er keppandi í vinsælum veruleikaþætti, „Big Brother" og Twitterfærsla Steele var skrifuð á meðan einn slíkur þáttur var í loftinu.

Þetta fór ekki vel í forráðamenn Oxford og ráku þeir Steele sem skrifaði; „Ég hefði ekki kunnað að meta það að vera í næsta rúmi við hliðina á Gareth Thomas."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×