Enski boltinn

Blackburn hafnaði tveimur tilboðum í Samba

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chris Samba í leik með Blackburn.
Chris Samba í leik með Blackburn. Nordic Photos / Getty Images
Steve Kean, stjóri Blackburn, hefur staðfest að félagið hafi hafnað tveimur tilboðum sem bárust í varnarmanninn Chris Samba um helgina.

Fyrir nokkrum dögum greindu enskir fjölmiðlar frá því að QPR hafi boðið fimm milljónir punda í kappann og að Tottenham hafi líka lagt fram tilboð en upp á 7,5 milljónir.

Kean segir að Samba, sem hefur verið besti leikmaður Blackburn á tímabilinu, sé einfaldlega ekki til sölu. „Félagið hefur gefið það út að það vilji ekki selja hann og stendur við það," sagði Kean við enska fjölmiðla.

Samba hefur einnig verið orðaður við Chelsea og Paris Saint-Germain í Frakklandi.

„Hann er mikilvægur leikmaður og við viljum halda honum hér. Það er ekki langt síðan að hann skrifaði undir langtímasamning en það hefur lengi verið mikill áhugi á Chris hjá öðrum félögum. Þetta kemur því ekki á óvart nú."

Kean segir að félagið hafi áhuga á að kaupa leikmenn nú í janúar en vildi þó ekki nefna nein nöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×