Enski boltinn

Gerrard: Ekki síðasti samningurinn minn við Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, framlengdi samning sinn við Liverpool í gær og ætlar að klára feril sinn hjá félaginu. Gerrard segir í viðtali við Liverpool Echo að þetta sé vonandi ekki síðasti samningurinn hans við Liverpool.

„Ég er mjög ánægður með skrifa undir þennan samning og er mjög spenntur fyrir framtíðinni. Ég vona samt að spila lengur en þessi samningur segir til um. Ég er í góðu formi, líður vel og ætla mér að spila eins lengi og ég get," sagði Steven Gerrard sem er 31 árs gamall.

„Ég ætla ekki að setja nein tímamörk á ferilinn minn því á meðan skrokkurinn minn er í lagi og ég er að standa mig þá er engin ástæða til að hætta. Ef Liverpool mun ekki bjóða mér nýjan samning þá gæti ég samt aldrei spilað fyrir annað félag," sagði Gerrard.

Steven Gerrard lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool árið 1998 og er á sínu fjórtánda tímabili með félaginu. Hann hefur skoraði 144 mörk í 564 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×