Enski boltinn

Gary Cahill fer í læknisskoðun hjá Chelsea í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Cahill.
Gary Cahill. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gary Cahill er kominn til London þar sem hann fer í læknisskoðun hjá Chelsea í dag en BBC hefur heimildir fyrir því að leikmaðurinn sé búinn að semja um kaup og kjör við sitt nýja félag.

Chelsea og Bolton hafa fyrir löngu náð saman um kaupverðið en það hefur ekki gengið alltof vel hjá Chelsea að semja við varnarmanninn um laun og önnur fríðindi.

Það er slæmt fyrir Bolton að missa fyrirliða sinn en hann átti aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum og þessi félagsskiptagluggi er því síðasti möguleiki Bolton að fá eitthvað fyrir leikmanninn.

Chelsea mun borga um sjö milljónir punda fyrir þennan 26 ára miðvörð sem kvaddi Bolton með því að skora sigurmark liðsins á móti Everton á dögunum. Bolton keypti hann á fimm milljónir punda frá Aston Villa árið 2008.

Það fóru einhverjar sögur af stað að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlaði að stela leikmanninum af Chelsea en forráðamenn Bolton hafa gefið það út að þeir muni aldrei svíkja samkomulagið sem náðist við Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×