Enski boltinn

Redknapp: Það skellti enginn seðlabunka á mitt borð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er stoltur af sínu liði sem hefur komið skemmtilega á óvart í vetur með frábærum fótbolta og mjög góðu gengi. Tottenham tapaði reyndar tveimur fyrstu leikjum sínum en er núna aðeins þremur stigum á eftir toppliði Manchester City.

„City-liðið er þar sem það er útaf Sheik Mansour og Chelsea getur þakkað Roman Abramovich fyrir hvar þeir eru," sagði Harry Redknapp við The Sun.

„Spurs-liðið er ekki í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni af því að einhver labbaði inn um dyrnar á White Hart Lane og skellti seðlabunka á borðið mitt," sagði Redknapp.

Redknapp hefur verið klókur í að ná í menn eins og Rafael van der Vaart, Scott Parker og Emmanuel Adebayor sem hafa gert gott lið enn betra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×