Enski boltinn

Moratti: Inter búið að missa af Tevez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Massimo Moratti, forseti ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter, segir að félagið sé búið að missa Carlos Tevez úr greipunum en hann vilji frekar ganga til liðs við erkifjendurna í AC Milan.

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum mun Inter náð samkomulagi við Manchester City um kaupverð á Tevez en að hann hafi frekar áhuga á að fara til AC Milan.

„Ég held það [að hann fari til AC Milan]. Svona er fótboltinn," sagði Moratti í viðtali á heimasíðu Inter.

Þá hefur komið fram í ítölskum fjölmiðlum að Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, væri á leið til Englands til að bjóða jafn vel og Inter í Tevez og að ganga frá félagaskiptunum áður en lokað verður þau um mánaðamótin.

Tevez hefur verið í ónáðinni hjá Roberto Mancini, stjóra City, síðan hann neitaði að koma inn á sem varamaður í leik liðsins í Meistaradeildinni í haust. Tevez hélt í leyfisleysi til Argentínu í nóvember og hefur síðan þá ekki látið sjá sig í Manchester.

Inter er sagt hafa boðið að gera lánssamning við City um Tevez með möguleika á að kaupa hann í sumar fyrir 27 milljónir evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×