Enski boltinn

Robbie Keane samdi við Aston Villa

Robbie Keane, hefur komist að samkomulagi við enska úrvalsdeildarliði Aston Villa. Hér er hann á æfingu með liðinu.
Robbie Keane, hefur komist að samkomulagi við enska úrvalsdeildarliði Aston Villa. Hér er hann á æfingu með liðinu. Getty Images / Nordic Photos
Robbie Keane, hefur komist að samkomulagi við enska úrvalsdeildarliði Aston Villa. Írski framherjinn leika sem lánsmaður með Birminghamliðinu fram til 25. febrúar en Keane er samningsbundinn bandaríska meistaraliðinu LA Galaxy. Aðeins á eftir að fá formlega staðfestingu á félagaskiptunum hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.

Keane, sem er 31 árs gamall, hefur æft með Villa að undanförnu. Allar líkur eru á því að hann verði með gegn Everton um næstu helgi. Þar mætir hann liðsfélaga sínum Landon Donovan frá Bandaríkjunum sem er samningsbundinn LA Galaxy og er í láni hjá Everton.

Alex McLeish, knattspyrnustjóri Aston Villa, vonast til þess að Keane hafi jákvæð áhrif á leikmannahópinn líkt og endurkoma Thierry Henry hafði á lið Arsenal.

„Ég sá markið sem Thierry Henry skoraði og það var stórkostleg stund, alveg sama með hvaða félagi þú heldur. Ég hugsaði; Það væri frábært ef Robbie gæti haft sömu áhrif á liðið," sagði McLeish.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×