Enski boltinn

Mancini og Gerrard rifust harkalega

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City reifst harkalega við Steven Gerrard fyrirliða Liverpool í gær.
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City reifst harkalega við Steven Gerrard fyrirliða Liverpool í gær. Getty Images / Nordic Photos
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City reifst harkalega við Steven Gerrard fyrirliða Liverpool í gær. Gerrard skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarkeppninnar en síðari leikurinn fer fram á Anfield heimavelli Liverpool.

Gerrard var ósáttur við viðbrögð Mancini þegar Glen Johnson tók tveggja fóta tæklingu á varnarmanninn Joleon Lescott. Gerrard og Mancini skiptust á vel völdum orðum á leið sinni til búningsherbergja eftir leikinn.

Mancini er á þeirri skoðun að brot Johnson hafi verið verra en það sem varð til þess að fyrirlið Man City, Vincent Kompany, fékk fjögurra leikja bann.

„Steven Gerrard getur sagt það sem hann vill, og ég get einnig sagt það sem ég vill. Ég er vanur því. Þetta brot hjá Johnson var hættulegri en hjá Vinny, það sáu það allir," sagði Mancini en hann er afar ósáttur við rauða spjaldið sem Kompany fékk í bikarleiknum gegn Manchester United um s.l. helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×