Enski boltinn

Kakuta lánaður til Dijon

Chelsea er búið að lána vængmanninn Gael Kakuta til franska liðsins Dijon út þessa leiktíð.

Hinn 21 árs gamli Kakuta hefur ekkert spilað í deildinni með Chelsea í vetur og fór um tíma á lán til Bolton.

Á síðustu leiktíð var þessi unglingalandsliðsmaður Frakklands í lánu hjá Fulham þar sem hann náði að skora eitt mark í sjö leikjum.

Kakuta er samningsbundinn Chelsea til 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×