Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Inbetweeners snúa aftur

Höfundar költseríunnar The Inbetweeners hafa staðfest að breski unglingahópurinn muni snúa aftur. Fjórmenningarnir slógu fyrst í gegn í þremur seríum á Channel 4 og fylgdu tvær kvikmyndir í kjölfarið.

Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vesturport fær lóð í Gufu­nesi

Leiklistarhópurinn Vesturport hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Gufunesi og hyggst byggja upp starfsemi sína þar. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár lagt áherslu á að laða að kvikmyndafyrirtæki að svæðinu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Minnist náins kollega og elsk­huga

Leikstjórinn Woody Allen hefur skrifað fallega minningargrein um leikkonuna Diane Keaton, sem lést um helgina, en þau unnu náið saman að átta kvikmyndum. Allen segir Keaton hafa verið ólíka nokkrum öðrum sem plánetan jörð hefur kynnst.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur

Forsvarsmenn fyrirtækjanna Nexstar Media Group og Sinclair Broadcast Group lýstu því yfir í gær að þættir Jimmys Kimmel yrðu sýndir aftur á sjónvarpsstöðvum fyrirtækjanna. Er það í kjölfar þess að þættirnir voru teknir úr birtingu, eftir að þessir sömu menn neituðu að birta þá í kjölfar hótana yfirmanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) um að stöðvar sem sýndu þættina ættu á hættu að missa útsendingarleyfi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Baywatch aftur á skjáinn

Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox hyggst framleiða glænýja seríu af Baywatch þáttunum sem gerðu allt vitlaust á tíunda áratugnum og voru langvinsælustu þættir í heimi. Fox hyggst framleiða tólf glænýja þætti með glænýju fólki.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sophie Turner verður Lara Croft

Breska leikkonan Sophie Turner, sem er þekktust fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones, mun leika fornleifafræðinginn og ævintýrakonuna Löru Croft í sjónvarpsþáttunum Tomb Raider á Prime Video.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kim Novak heiðurs­gestur RIFF

Hollywood-stjarnan Kim Novak verður einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september. Ný heimildarmynd um leikkonuna verður opnunarmynd hátíðarinnar og verða tvær sígildar myndir hennar einnig sýndar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lang­þráður draumur að halda hin­segin kvik­mynda­há­tíð

Á fimmtudag hefst hinsegin kvikmyndahátíðin Icelandic Queer Film Festival. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og fer fram í Bíó Paradís. Hátíðin er skipulögð af Óla Hirti Ólafssyni, rekstrarstjóra kvikmyndahússins, Sigríði Ásgeirsdóttur, kynja- og menningarfræðingi, og Charlottu Rós Sigmundsdóttur, kynningarstjóra hátíðarinnar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð

Saga Garðars­dótt­ir og Steinþór Hró­ar Steinþórs­son, betur þekktur sem Steindi Jr., munu fara með aðal­hlut­verk í nýrri gamanþáttaröð sem íslenska framleiðslufyrirtækið Glassriver vinnur að í samstarfi við rúmenska fyrirtækið Idea Film.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sopranos-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Jerry Adler, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Herman „Hesh“ Rabkin í þáttunum The Sopranos, er látinn. Hann varð 96 ára.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Woody Allen aðal­númerið hjá Rússum

Leikstjórinn Woody Allen, sem hefur ekki átt upp á dekk síðastliðin ár, hefur ekki verið slaufað algjörlega því hann verður aðalnúmerið á alþjóðlegri kvikmyndaviku í Moskvu sem fer fram dagana 23. til 27. ágúst.

Bíó og sjónvarp