Sport

Kubica á réttri leið eftir síðustu aðgerðina

Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 og hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan. Hann fór um helgina í síðustu aðgerðina sem læknar ráðgera á honum.

Formúla 1

Sunnudagsmessan: Er Wenger kominn á endastöð með Arsenal?

Sunndagsmessan með þeim Guðmundi Benediktssyni og Hjörvari Hafliðasyni var á sínum stað á Stöð2Sport2 í gær en gestur þáttarins var Lúðvík Arnarson, varaformann knattspyrnudeildar FH, en hann er mikill stuðningsmaður Arsenal. Þeir félagar ræddu mikið um lið Arsenal og hvort Wenger væri jafnvel komin á endastöð með liðið.

Enski boltinn

Vesen í gríska boltanum

Fresta þurfti þremur af átta leikjum fyrstu umferðar gríska boltans um helgina. Ástæðan er sú að þrjú af liðunum sextán í grísku deildinni hafa ekki enn fengið grænt ljós á þátttöku sína.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Alls ekki lið vikunnar

Sunndagsmessan með þeim Guðmundi Benediktssyni og Hjörvari Hafliðasyni var á sínum stað á Stöð2Sport2 í gær en gestur þáttarins var Lúðvík Arnarson, varaformann knattspyrnudeildar FH. Þeir félagar settu að vanda saman alls ekki lið vikunnar.

Enski boltinn

Jón Arnór vann Hauk Helga í æfingaleik

Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson mættust í fyrsta sinn á Spáni í gærkvöldi þegar lið þeirra CAI Zaragoza og Manresa spiluðu æfingaleik á heimavelli Manresa. Zaragoza, lið Jóns Arnórs, hafði betur 75-63 eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann 28-9. Liðin eru að undirbúa sig fyrir ACB-deildina sem hefst eftir sex vikur.

Körfubolti

Birkir Bjarnason er líklega á leiðinni frá Viking

Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópnum hjá norska liðinu Viking frá Stavanger í gær og svo virðist sem Birkir hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Åge Hareide þjálfari liðsins hefur ekki valið Birki í liðið í undanförnum leikjum en Birkir hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið og bendir allt til þess að hann fari frá félaginu áður en félagaskiptaglugganum verður lokað á miðvikudaginn.

Fótbolti

AGF samdi við tvo íslenska unglinga

Danska úrvalsdeildarfélagið gekk í vikunni frá samningum við tvo leikmenn íslenska U-17 landsliðsins sem fagnaði sigri á Norðurlandamótinu hér á landi fyrr í sumar - þá Óliver Sigurjónsson og Þórð Jón Jóhannesson.

Íslenski boltinn

Capello hefur augastað á ungu leikmönnum United

Danny Wellbeck, leikmaður Manchester United, verður ekki með enska landsliðinu gegn Búlgaríu og Wales í undankeppni Evrópumótsins í Póllandi og Úkraínu árið 2012, en hann tognaði í aftanverður læri í leik gegn Arsenal um helgina.

Enski boltinn

Wenger ætlar að fá Alex til Arsenal

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur greinilega áttað sig á því eftir niðurlæginguna gegn Manchester United í gær að liðið sárvantar fleiri leikmenn og þá sérstaklega varnarmenn.

Enski boltinn

Stuðningsmenn skotnir og þjálfari fékk hjartaáfall

Tveir stuðningsmenn brasilíska liðsins Palmeiras urðu fyrir skotum eftir átök brutust út milli stuðningsmanna og lögreglu í tengslum við leik liðsins gegn Corinthians í gær. Þá var Ricardo Gomes, stjóri Vasco da Gama, lagður inn á sjúkrahús eftir að hafa fengið hjartaáfall.

Fótbolti

Thomas Björn hafði betur í fimm manna bráðabana

Danski kylfingurinn Thomas Björn stóð uppi sem sigurvegari á Johnnie Walker meistaramótinu sem fram fór á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Björn hafði betur gegn fjórum öðrum kylfingum í bráðabana um sigurinn en fimm kylfingar voru efstir og jafnir eftir 72 holur.

Golf

Enski boltinn: Mörkin úr 8-2 stórsigri Man Utd gegn Arsenal

Það var nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og 8-2 sigur Englandsmeistaraliðs Manchester United gegn Arsenal stendur þar upp úr. Öll mörkin úr þeim leik eru nú aðgengileg á sjónvarpshlutanum á visir.is ásamt ýmsum öðrum atvikum frá helginni. Þar má nefna lið umferðarinnar, fallegustu mörkin og bestu tilþrifin hjá markvörðunum.

Enski boltinn