Fótbolti

Fjarvera Norðmanna á EM kostar sambandið um 2 milljarða kr.

Egil Drillo Olsen er þjálfari norska landsliðsins í fótbolta.
Egil Drillo Olsen er þjálfari norska landsliðsins í fótbolta. AFP
Norska karlalandsliðið í fótbolta stólaði á að Íslendingar myndu ná góðum úrslitum gegn Portúgal undankeppni Evrópumótsins s.l. föstudag því Norðmenn áttu á þeim tíma möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina. Eftir 5-3 tap Íslands runnu möguleikar Norðmanna endanlega út í sandinn og tekjumissir þeirra er talin vera um 2 milljarðar kr.

Nils Johan Semb, yfirmaður afrekssviðs norska knattspyrnusambandsins, segir að Norðmenn verði að gera enn meira fyrir sitt afreksfólk til þess að ná betri árangri. „Við verðum að sækja og ná í fjármagn og gert fótboltann betri hér í Noregi. Það skiptir öllu máli," sagði Semb við norska ríkisútvarpið.

Ekki var gert ráð fyrir þessum tekjum í fjárhagsáætlun norska knattspyrnusambandsins árið 2012 en Semb segir ennfremur að slíkir peningar yrðu notaðir til þess að efla það sem starf sem unnið er hjá félagsliðum í Noregi.

Þau lið sem komast í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Póllandi og Úkraínu á næsta ári fá um 1,4 milljarða kr. fyrir þann árangur. Norðmenn gerðu ráð fyrir að fá um 600 milljónir í auknar tekjur frá samstarfsaðilum sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×