Innlent

Kvaðst hafa drepið fjöl­skylduna og ætlað að stinga sig í hjartað

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti franskra feðgina á Edition-hótelinu í júní er lokið. Konan sem grunuð er um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana játaði á vettvangi að hafa drepið þau, og sagðist hafa ætlað að svipta sig lífi í leiðinni, en neitar sök í dag. 

Innlent

Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins

Brynjar Níelsson, fyrrverandi stjórnmálamaður, hefur látið lítið fyrir sér fara á Facebook, sem hafði fram til þess að hann var skipaður tímabundið dómari við héraðsdóm, verið hans helsti skotpallur. En nú er eins og allar flóðgáttir hafi brostið.

Innlent

„Fyrsta ár ríkis­stjórnarinnar hefur mis­tekist“

Formaður Framsóknarflokksins segir það umhugsunarefni fyrir meirihlutann á Alþingi og ríkisstjórnina að verðbólga stefni að öllum líkindum yfir fimm prósent á næstu mánuðum og muni aukast. „Með öðrum orðum, fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist, henni hefur mistekist að ná niður verðbólgunni og vöxtunum.“

Innlent

Heitt í hamsi vegna Græn­lands

Staða öryggis- og varnarmála og hótanir Bandaríkjaforseta í garð Grænlands voru þingmönnum ofarlega í huga í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Á meðan þingmenn allra flokka sem kvöddu sér hljóðs um alþjóðamálin sögðust styðja Grænlendinga og að hótanir Bandaríkjaforseta væru fráleitar, þá kvað á sama tíma við nokkuð ólíkan tón milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort Ísland ætti, í ljósi aðstæðna, að horfa meira til Evrópusambandsins.

Innlent

Dýr fram­tíðar­lausn að færa þjóð­veginn vegna grjóthruns

Vegagerðin segist hafa skoðað að færa þjóðveg 1 fjær Steinafjalli en telur það framtíðarlausn sem sé töluvert dýrari en hrunvarnir sem bjóða á út á næstunni. Koma þurfi upp hrunvörnum víðar en við Steinafjall þar sem erlend ferðakona lést þegar grjót hrundi á bíl hennar í fyrra.

Innlent

Borgar­stjórn biður vöggustofubörnin af­sökunar

Borgarstjórn samþykkti í dag ályktun þar sem þau sem vistuð voru sem börn á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á árunum 1974 til 1979 og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar á þeirri meðferð sem lýst var í skýrslu vöggustofunefndar.

Innlent

Sjö til­kynningar um heimilis­of­beldi að jafnaði á dag

Tilkynningum til lögreglu vegna heimilisofbeldis fjölgaði um tvö prósent í fyrra samanborið við síðustu þrjú ár á undan en alls fékk lögregla 2.485 slíkar tilkynningar á síðasta ári. Það jafngildir að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag en flestar tilkynningar um heimilisofbeldi bárust í desember, eða 138 tilkynningar. Tilkynningum um ofbeldi foreldra gegn börnum hefur fjölgað einna mest á milli ára. Innan við þriðjungur þolenda heimilisofbeldis segist hafa tilkynnt um ofbeldið til lögreglu.

Innlent

Fimm starfslokasamningar kostað Haf­ró 35 milljónir

Sautján starfslokasamningar hafa kostað atvinnuvegaráðuneytið og undirstofnanir þess rúmar 95 milljónir á undanförnum átta árum. Flestir starfslokasamningarnir hafa verið gerðir hjá Hafrannsóknarstofnun, alls fimm, á tímabilinu frá 2018 til 2025 sem kostað hafa stofnunina tæpar 35 milljónir.

Innlent

Ingi­björg býður sig fram í for­manninn

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, gefur kost á sér til formanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi Framsóknar í febrúar. Ingibjörg greinir frá framboði sínu á samfélagsmiðlum nú í morgun. Hún segir stöðu flokksins kalla á breytingar og að sjálf sé hún tilbúin til að bretta upp ermar.

Innlent

Þrír fullir Ís­lendingar lausir úr haldi

Sænska lögreglan hafði afskipti af þremur íslenskum karlmönnum fyrir drykkjulæti í Kristianstad í Svíþjóð á laugardaginn var. Mennirnir voru í haldi lögreglu í nokkrar klukkustundir en voru síðan látnir lausir. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Kristianstad í samtali við Vísi.

Innlent

Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin

Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn og gengið til liðs við Miðflokkinn. Frá þessu greindi Helgi í samtali við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgunni í morgun.

Innlent

Sandra tekin við af Guð­brandi

Sandra Sigurðardóttir tók í gær sæti á Alþingi í stað Guðbrands Einarssonar sem sagði af sér þingmennsku í síðustu viku. Sandra er þannig tekin við sem sjötti þingmaður Suðurkjördæmis og eini þingmaður Viðreisnar í kjördæminu. Forseti Alþingis tilkynnti um breytingarnar við upphaf þingfundar í dag, en líkt og kunnugt er sagði Guðbrandur af sér á föstudaginn í tengslum við tilraun hans til vændiskaupa árið 2012.

Innlent

Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn

Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær hættulegar líkamsárásir, önnur þeirra gegn sambýliskonu sinni, og akstur undir áhrifum fíkniefna. Önnur líkamsárásin átti sér stað nokkrum sekúndum eftir að maðurinn varð sjálfur fyrir stunguárás.

Innlent

Loðnu­ver­tíð hafin og floti farinn til loðnumælinga

Loðnuvertíðin er hafin en fyrsta loðnan veiddist í dag út af Austfjörðum og er stefnt að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Þá héldu fimm skip á miðin í dag til loðnumælinga á vegum Hafrannsóknastofnunar en niðurstöðurnar ráða miklu um það hversu stór loðnukvótinn verður.

Innlent