Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. Innlent 29.4.2025 20:28 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Innlent 29.4.2025 19:37 Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. Innlent 29.4.2025 19:00 Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. Innlent 29.4.2025 18:54 Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, og rætt við sérfræðing í myndveri um stöðuna hér á landi. Innlent 29.4.2025 18:22 Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. Innlent 29.4.2025 18:15 Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Vesturbæjarlaug í Reykjavík verður lokað í fjórar vikur í maí og júní vegna viðhaldslokunar en meðal annars á að skipta um rennibraut. Viðhaldslokanir fara fram í borginni á sumrin þar sem ekki er hægt að sinna viðhaldi utanhúss á veturna að því er segir í tilkynningu frá borginni. Innlent 29.4.2025 16:12 Mikill reykur vegna elds í bílatætara Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er með nokkurn viðbúnað á iðnaðarsvæðinu við Álhellu í Hafnarfirði þar sem kviknaði í bílatætara. Innlent 29.4.2025 15:38 Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur, sem samþykkt voru árið 2022 en tóku gildi 1. apríl 2023. Stefnt er að því að taka aftur upp stöðvarskyldu leigubifreiða, sem afnumin var með lögunum. Innlent 29.4.2025 14:40 Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Ný stjórn Ríkisútvarpsins var kjörin á Alþingi um tvöleytið í dag. Meðal nýrra stjórnarmanna eru Heimir Már Pétursson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2 og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, og Stefán Jón Hafstein fyrrverandi fjölmiðlamaður. Innlent 29.4.2025 14:29 Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Sögulegt rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal í gær olli alvarlegum samgöngutruflunum á landsvísu, en rafmagnsleysið varði í margar klukkustundir. Segja má að Icelandair og Play air hafi sloppið vel í gær og í dag varðandi flugáætlun til landanna tveggja. Flug Play til Lissabon í gær raskaðist þó verulega. Innlent 29.4.2025 14:22 „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Ég er búin að fá fjöldann allan af skilaboðum frá fólki sem er að lenda í allskonar, fólk sem hefur verið með hugann við annað en aksturinn,“ segir Lucy Anna. Innlent 29.4.2025 14:16 „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ „Jakob Bjarnar. Viltu gjöra svo vel að tala ekki við mig eins og ég sé gamalmenni. Ég segi bara eins og Bryan Adams: Ég verð átján þar til ég dey. Öllu máli skiptir að menn haldi andlegri og líkamlegri heilsu.“ Innlent 29.4.2025 12:40 Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. Innlent 29.4.2025 12:18 Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum fjöllum við um hið víðtæka rafmagnsleysi sem varð í gær á Spáni og í Portúgal. Innlent 29.4.2025 11:38 „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið Innlent 29.4.2025 11:13 Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Dómur í máli konu, sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, stendur. Hún á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann, þrátt fyrir að hafa slasast eftir að hafa stöðvað hlaup nemandans með valdi. Innlent 29.4.2025 11:09 Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Tveir karlmenn voru handteknir í nótt þegar þeir gerðu tilraun til að brjótast inn í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Um er að ræða þriðju tilraunina til að stela peningum úr bankanum á nokkrum mánuðum. Innlent 29.4.2025 10:56 Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Unnur Arna Jónsdóttir, eigandi Hugarfrelsis og Kristín María Thoroddsen, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar, segja mikilvægt að foreldrar setji börnum mörk um skjátíma. Mikilvægt sé þó að byrja á sjálfum sér. Innlent 29.4.2025 08:25 „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig. Innlent 29.4.2025 08:01 Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Tveir menn hafa verið handteknir eftir að þeir reyndu að brjótast inn í hraðbanka á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29.4.2025 06:08 Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Kafbátaleitaræfing á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Landhelgisgæslunnar hófst í dag og mun standa yfir í tvær vikur. Um er að ræða umfangsmikla æfingu þar sem herskip frá Evrópuþjóðum, þyrlur og kafbátar koma við sögu. Innlent 28.4.2025 22:57 „Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. Innlent 28.4.2025 21:11 Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Gyltur á nýju svínabúi í Eyjafirði fá að ganga lausar með grísina sína en þær eru að gjóta þrettán til sextán grísum og hver gylta verður að vera með 16 spena eigi hún að fá að gjóta. Innlent 28.4.2025 20:05 Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Fordæmalaust ástand hefur skapast í fangelsum landsins að sögn fangelsismálastjóra. Ekki sé hægt að taka á móti föngum í gæsluvarðhald eða afplánun. Stærsti hluti þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru með erlent ríkisfang. Innlent 28.4.2025 20:02 Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. Innlent 28.4.2025 19:44 Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun „Fólk skal ekki breyta neinu í sínu daglega lífi út af þessum fréttaflutningi, því hann virðist ekki á rökum reistur,“ segir Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um frásögn sem varðar meinta hópnauðgun sem á að hafa átt sér stað um helgina. Innlent 28.4.2025 18:53 Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Samgöngutruflanir og sambandsleysi urðu á Spáni og Portúgal eftir að rafmagn fór af löndunum tveimur í dag. Íslendingar á Spáni lýsa mikilli óvissu um ástandið og framhaldið. Við fjöllum um rafmagnsleysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræðum við rafmagnsverkfræðing um málið, og mögulegar orsakir. Innlent 28.4.2025 18:19 Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fósturforeldrar sautján ára kólumbísks drengs, sem hefur verið synjað um dvalarleyfi, biðla til mennta- og barnamálaráðherra að rannsaka aðild flóttateymis Hafnarfjarðar að brottvísun drengsins. Þau telja flóttateymið hafa brotið lög þar sem opið barnaverndarmál var til staðar vegna ofbeldis sem hann sætti af hálfu föður síns. Innlent 28.4.2025 16:38 Fangelsi oft eina úrræðið Alls hafa um ríflega 70 hælisleitendur þurft að sæta fangelsisvist áður en þeim er vísað úr landi síðustu mánuði. Verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra segir engin önnur úrræði í boði og mikilvægt að gera úrbætur. Í flestum tilvikum hafi fólkið ekki brotið neitt annað af sér en að vera ólöglegt í landinu. Innlent 28.4.2025 14:07 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. Innlent 29.4.2025 20:28
Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Innlent 29.4.2025 19:37
Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. Innlent 29.4.2025 19:00
Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. Innlent 29.4.2025 18:54
Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, og rætt við sérfræðing í myndveri um stöðuna hér á landi. Innlent 29.4.2025 18:22
Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. Innlent 29.4.2025 18:15
Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Vesturbæjarlaug í Reykjavík verður lokað í fjórar vikur í maí og júní vegna viðhaldslokunar en meðal annars á að skipta um rennibraut. Viðhaldslokanir fara fram í borginni á sumrin þar sem ekki er hægt að sinna viðhaldi utanhúss á veturna að því er segir í tilkynningu frá borginni. Innlent 29.4.2025 16:12
Mikill reykur vegna elds í bílatætara Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er með nokkurn viðbúnað á iðnaðarsvæðinu við Álhellu í Hafnarfirði þar sem kviknaði í bílatætara. Innlent 29.4.2025 15:38
Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur, sem samþykkt voru árið 2022 en tóku gildi 1. apríl 2023. Stefnt er að því að taka aftur upp stöðvarskyldu leigubifreiða, sem afnumin var með lögunum. Innlent 29.4.2025 14:40
Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Ný stjórn Ríkisútvarpsins var kjörin á Alþingi um tvöleytið í dag. Meðal nýrra stjórnarmanna eru Heimir Már Pétursson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2 og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, og Stefán Jón Hafstein fyrrverandi fjölmiðlamaður. Innlent 29.4.2025 14:29
Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Sögulegt rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal í gær olli alvarlegum samgöngutruflunum á landsvísu, en rafmagnsleysið varði í margar klukkustundir. Segja má að Icelandair og Play air hafi sloppið vel í gær og í dag varðandi flugáætlun til landanna tveggja. Flug Play til Lissabon í gær raskaðist þó verulega. Innlent 29.4.2025 14:22
„Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Ég er búin að fá fjöldann allan af skilaboðum frá fólki sem er að lenda í allskonar, fólk sem hefur verið með hugann við annað en aksturinn,“ segir Lucy Anna. Innlent 29.4.2025 14:16
„Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ „Jakob Bjarnar. Viltu gjöra svo vel að tala ekki við mig eins og ég sé gamalmenni. Ég segi bara eins og Bryan Adams: Ég verð átján þar til ég dey. Öllu máli skiptir að menn haldi andlegri og líkamlegri heilsu.“ Innlent 29.4.2025 12:40
Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. Innlent 29.4.2025 12:18
Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum fjöllum við um hið víðtæka rafmagnsleysi sem varð í gær á Spáni og í Portúgal. Innlent 29.4.2025 11:38
„Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið Innlent 29.4.2025 11:13
Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Dómur í máli konu, sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, stendur. Hún á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann, þrátt fyrir að hafa slasast eftir að hafa stöðvað hlaup nemandans með valdi. Innlent 29.4.2025 11:09
Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Tveir karlmenn voru handteknir í nótt þegar þeir gerðu tilraun til að brjótast inn í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Um er að ræða þriðju tilraunina til að stela peningum úr bankanum á nokkrum mánuðum. Innlent 29.4.2025 10:56
Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Unnur Arna Jónsdóttir, eigandi Hugarfrelsis og Kristín María Thoroddsen, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar, segja mikilvægt að foreldrar setji börnum mörk um skjátíma. Mikilvægt sé þó að byrja á sjálfum sér. Innlent 29.4.2025 08:25
„Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig. Innlent 29.4.2025 08:01
Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Tveir menn hafa verið handteknir eftir að þeir reyndu að brjótast inn í hraðbanka á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29.4.2025 06:08
Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Kafbátaleitaræfing á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Landhelgisgæslunnar hófst í dag og mun standa yfir í tvær vikur. Um er að ræða umfangsmikla æfingu þar sem herskip frá Evrópuþjóðum, þyrlur og kafbátar koma við sögu. Innlent 28.4.2025 22:57
„Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. Innlent 28.4.2025 21:11
Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Gyltur á nýju svínabúi í Eyjafirði fá að ganga lausar með grísina sína en þær eru að gjóta þrettán til sextán grísum og hver gylta verður að vera með 16 spena eigi hún að fá að gjóta. Innlent 28.4.2025 20:05
Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Fordæmalaust ástand hefur skapast í fangelsum landsins að sögn fangelsismálastjóra. Ekki sé hægt að taka á móti föngum í gæsluvarðhald eða afplánun. Stærsti hluti þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru með erlent ríkisfang. Innlent 28.4.2025 20:02
Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. Innlent 28.4.2025 19:44
Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun „Fólk skal ekki breyta neinu í sínu daglega lífi út af þessum fréttaflutningi, því hann virðist ekki á rökum reistur,“ segir Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um frásögn sem varðar meinta hópnauðgun sem á að hafa átt sér stað um helgina. Innlent 28.4.2025 18:53
Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Samgöngutruflanir og sambandsleysi urðu á Spáni og Portúgal eftir að rafmagn fór af löndunum tveimur í dag. Íslendingar á Spáni lýsa mikilli óvissu um ástandið og framhaldið. Við fjöllum um rafmagnsleysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræðum við rafmagnsverkfræðing um málið, og mögulegar orsakir. Innlent 28.4.2025 18:19
Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fósturforeldrar sautján ára kólumbísks drengs, sem hefur verið synjað um dvalarleyfi, biðla til mennta- og barnamálaráðherra að rannsaka aðild flóttateymis Hafnarfjarðar að brottvísun drengsins. Þau telja flóttateymið hafa brotið lög þar sem opið barnaverndarmál var til staðar vegna ofbeldis sem hann sætti af hálfu föður síns. Innlent 28.4.2025 16:38
Fangelsi oft eina úrræðið Alls hafa um ríflega 70 hælisleitendur þurft að sæta fangelsisvist áður en þeim er vísað úr landi síðustu mánuði. Verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra segir engin önnur úrræði í boði og mikilvægt að gera úrbætur. Í flestum tilvikum hafi fólkið ekki brotið neitt annað af sér en að vera ólöglegt í landinu. Innlent 28.4.2025 14:07
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent