Innlent

„Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“

Svavar Halldórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Algalífi og fyrrverandi fréttamaður, er þakklátur fyrir að vera á lífi eftir alvarlega kransæðastíflu. Lífið hafi tekið stakkaskiptum og hann þakki nú fyrir hvern dag og hvert augnablik.

Innlent

Árangur að­gerða ekki staðist væntingar al­mennings

Ríkisstjórnin virðist ekki hafa staðist þær væntingar sem meirihluti landsmanna hafði til hennar á því ári sem liðið er frá því ný stjórn tók við völdum ef marka má niðurstöður skoðanakannana. Ánægja með aðgerðir ríkisstjórnarinnar mælist einna minnst í mennta- og heilbrigðismálum samkvæmt nýrri könnun þar sem spurt var um afstöðu til árangurs af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í nokkrum málaflokkum.

Innlent

Enn fleirum sagt upp hjá Ár­vakri

Útvarpsmaðurinn Bolli Már Bjarnason er meðal þeirra sem var sagt upp störfum hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, mbl.is og K100 í gær. RÚV greinir frá því að minnst átta starfsmönnum hafi verið tilkynnt um uppsögn.

Innlent

Ríkis­stjórnin sek um ósann­gjarna mis­munun

Sjómenn eru mótfallnir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að takmarka heimild til samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Breytingin er sögð leiða til aukinnar skattheimtu á sjómenn og fjölskyldur þeirra. Þetta ályktaði aðalfundur Sjómannafélags Íslands í gær. Stjórnvöld segja breytinguna aðallega hafa áhrif á tekjuhærri heimili.

Innlent

Von­brigði í mennta­málum og áramótasprengja

Ríkisstjórnin virðist ekki hafa staðist væntingar meirihluta landsmanna á því ári sem liðið er frá því að hún tók við völdum samkvæmt nýrri könnun. Ánægja með aðgerðir þeirra í menntamálum mælist einna minnst. Við rýnum í nýja könnun Maskínu í kvöldfréttum á Sýn.

Innlent

Hafa á­hyggjur af frelsis­sviptingu barna í brottfararstöð

Barna- og fjölskyldustofa, BOFS, lýsir yfir áhyggjum af frelsissviptingu barna í umsögn um frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Þar segir að stofnunin telji að frelsissvipting geti haft alvarleg áhrif á börn. Stofnunin hvetur löggjafann og aðra aðila sem málið varðar að falla frá frelsisviptingu barna með þeim hætti sem frumvarpið mælir fyrir um og í stað þess finna aðrar leiðir en varðhald þegar barnafjölskyldur eiga í hlut.

Innlent

Krist­rún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist hafa rætt við Pétur Marteinsson, athafnamann og fyrrverandi knattspyrnumann, um hugsanlegt framboð fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Hann hefur verið orðaður við oddvitasæti. Kristrún segist hafa rætt við fleiri sem íhuga framboð fyrir flokkinn.

Innlent

Söfnun fyrir Kjartan gengur vel

Búið er að safna um tíu milljónum króna fyrir Kjartan Guðmundsson sem enn er haldið sofandi í öndunarvél í Suður-Afríku þar sem hann lenti í bílslysi fyrr í mánuðinum. Dóttir hans og móðir létust í slysinu. Vinir Agnars hófu söfnun fyrir Kjartan en þá var þegar hafin söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést og fyrir meðferð bróður hennar sem er í meðferð í Suður-Afríku.

Innlent

Hvetja fólk til að plokka flug­elda­rusl á nýárs­dag

Landvernd, Ungir umhverfissinnar og sjálfboðaliðasamtökin Seeds Ísland boða til átaks á nýársdag til að plokka flugeldarusl. Átakið ber nafnið glitter, no litter, sem mætti þýða sem glimmer en ekkert rusl og vísar til flugeldanna sem verða sprengdir upp um áramót.

Innlent

Eftir­minni­legasta augna­blikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“

Það líður varla mánuður án þess að fólk nálgist Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi leiðtoga Jafnaðarmanna, og rifji upp með honum bráðfyndið augnablik í Kryddsíldinni árið 2002 þegar þeim Össuri og Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, lenti saman og ásakanir um að vera dóni gengu á víxl við mikla kátínu hinna við háborðið.

Innlent

Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United

Það kom mörgum sem til þekkja í opna skjöldu þegar fréttist í gær að Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður hefði fengið reisupassann uppi í Hádegismóum en hann hefur starfað á Morgunblaðinu í 26 ár.

Innlent

Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið

Um 70% landsmanna eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta sýnir glæný könnun Prósents. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla kveðst fylgjandi banni en segir bann án fræðslu stoða lítið.

Innlent

Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um ára­mót

Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir marga hunda hrædda við flugelda og hávaðann sem þeim fylgja og það geti haft mikil áhrif á þá í aðdraganda og á gamlárskvöldi. Hægt sé að gefa hundum töflur til að gleyma og til að róa þá.  

Innlent

70 prósent lands­manna hlynnt banni

Um 70 prósent Íslendinga eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents, sem gerð var dagana 12. til 29. desember.

Innlent

Tvö hand­tekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu

Að minnsta kosti sjö voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þeirra á meðal maður og kona sem grunuð eru um þjófnað í raftækjaverslun. Þá voru þrír menn handteknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir eru einnig grunaðir í öðru máli er varðar þjófnað.

Innlent

Stoltastur af veiði­gjaldinu og telur aðrar skatta­breytingar hafa lítil á­hrif á heimilin

Ýmsar gjalda- og skattahækkanir og aðrar breytingar taka gildi um áramótin, en fjármagnstekjuskattur vegna leigutekna gæti í ákveðnum tilfellum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Fjármálaráðherra vill meina að ríkisstjórnin hafi ekki hækkað skatta á „venjulegt vinnandi fólk“ og segir að áhrif á heimilin ættu ekki að vera mikil. Þá kveðst hann stoltastur af þeim breytingum sem gerðar voru á veiðigjaldinu í ár, af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á sköttum og gjöldum á árinu.

Innlent

Föðurnum enn haldið sofandi í öndunar­vél

Föður sem lenti í bílslysi í Suður-Afríku er enn haldið sofandi í öndunarvél og langur batavegur er fram undan. Vinur hans segir slysið hafa orðið á stórhættulegum vegarkafla og aðstandendur hans standa fyrir söfnun til þess að geta stutt hann á sjúkrabeðinum.

Innlent

Fylgi stjórnar­flokkanna dalar

Miðflokkurinn mælist með tæplega 22 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en hann bætir rúmum tveimur prósentustigum við sig milli mánaða. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna fellur um fjögur prósentustig frá síðasta þjóðarpúlsi og mælist nú 47 prósent.

Innlent

Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi

Föður sem lenti í bílslysi í Suður-Afríku er enn haldið sofandi í öndunarvél og langur batavegur er fram undan. Vinur hans segir slysið hafa orðið á stórhættulegum vegarkafla. Efnt hefur verið til söfnunar fyrir hann.

Innlent