Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2012 20:00 Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. Flotinn hefur undanfarnar fimm vikur verið við hljóðbylgjumælingar á Jan Mayen-hryggnum á vegum Olíustofnunar Noregs en í samstarfi við Orkustofnun og síðustu dagana Íslandsmegin á Drekasvæðinu. Á bryggjunni beið margskyns varningur en skipin kaupa hér þjónustu, olíu og vistir, að sögn Péturs Ólafssonar, markaðsstjóra Hafnasamlags Norðurlands. Akureyri er nýtt til áhafnaskipta en yfir fimmtíu áhafnarmeðlimir af öllum skipunum fljúga til Íslands til móts við skipin og aðrir fimmtíu fljúga svo héðan heim og flestir gista eina til tvær nætur á hótelum. Skipin þurfa einnig viðgerðir á tækjum og skapa þannig atvinnu fyrir stéttir eins og rafeindavirkja og málmiðnaðarmenn. Pétur segir í viðali í fréttum Stöðvar 2 að sterkir innviðir valdi því að Akureyri er valin sem þjónustuhöfn og nefnir þætti eins og flugvöll, hótel, sjúkrahús og öflugan járniðnað, sem og góða höfn. Rannsóknarflotinn siglir aftur á Drekasvæðið síðdegis á morgun til að leita meiri vísbendinga um olíu. Tengdar fréttir Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. 23. maí 2012 20:30 Íslendingar duga ekki á Drekasvæðið - gefast upp Útgerðarmaðurinn sem er á leið í olíuleit á Drekasvæðinu segir að ekki þýði lengur að hafa Íslendinga í áhöfn, þeir hafi ekki úthald í langa túra. Við ræddum í gær við eiganda Valbergs VE en skipið fer eftir helgi á Drekasvæðið sem aðstoðarskip í norskum rannsóknarleiðangri að leita merkja um olíu með hljóðbylgjumælingum. 24. maí 2012 20:30 Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30 Flugvél með hala í eftirdragi leitar olíu frá Egilsstöðum Norsk flugvél sem dregur hala á eftir sér hóf í dag flugsegulmælingar á Jan Mayen-hryggnum og hefur hún bækistöð á Egilsstöðum næstu fjórar vikur. Þá er rannsóknarskip væntanlegt á Drekasvæðið í næsta mánuði til hljóðbylgjumælinga. Þessar myndir tók Nikulás Bragason á Egilsstaðaflugvelli í morgun þegar áhöfn vélarinnar var að leggja upp í fyrsta flugið. 18. maí 2012 22:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. Flotinn hefur undanfarnar fimm vikur verið við hljóðbylgjumælingar á Jan Mayen-hryggnum á vegum Olíustofnunar Noregs en í samstarfi við Orkustofnun og síðustu dagana Íslandsmegin á Drekasvæðinu. Á bryggjunni beið margskyns varningur en skipin kaupa hér þjónustu, olíu og vistir, að sögn Péturs Ólafssonar, markaðsstjóra Hafnasamlags Norðurlands. Akureyri er nýtt til áhafnaskipta en yfir fimmtíu áhafnarmeðlimir af öllum skipunum fljúga til Íslands til móts við skipin og aðrir fimmtíu fljúga svo héðan heim og flestir gista eina til tvær nætur á hótelum. Skipin þurfa einnig viðgerðir á tækjum og skapa þannig atvinnu fyrir stéttir eins og rafeindavirkja og málmiðnaðarmenn. Pétur segir í viðali í fréttum Stöðvar 2 að sterkir innviðir valdi því að Akureyri er valin sem þjónustuhöfn og nefnir þætti eins og flugvöll, hótel, sjúkrahús og öflugan járniðnað, sem og góða höfn. Rannsóknarflotinn siglir aftur á Drekasvæðið síðdegis á morgun til að leita meiri vísbendinga um olíu.
Tengdar fréttir Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. 23. maí 2012 20:30 Íslendingar duga ekki á Drekasvæðið - gefast upp Útgerðarmaðurinn sem er á leið í olíuleit á Drekasvæðinu segir að ekki þýði lengur að hafa Íslendinga í áhöfn, þeir hafi ekki úthald í langa túra. Við ræddum í gær við eiganda Valbergs VE en skipið fer eftir helgi á Drekasvæðið sem aðstoðarskip í norskum rannsóknarleiðangri að leita merkja um olíu með hljóðbylgjumælingum. 24. maí 2012 20:30 Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30 Flugvél með hala í eftirdragi leitar olíu frá Egilsstöðum Norsk flugvél sem dregur hala á eftir sér hóf í dag flugsegulmælingar á Jan Mayen-hryggnum og hefur hún bækistöð á Egilsstöðum næstu fjórar vikur. Þá er rannsóknarskip væntanlegt á Drekasvæðið í næsta mánuði til hljóðbylgjumælinga. Þessar myndir tók Nikulás Bragason á Egilsstaðaflugvelli í morgun þegar áhöfn vélarinnar var að leggja upp í fyrsta flugið. 18. maí 2012 22:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. 23. maí 2012 20:30
Íslendingar duga ekki á Drekasvæðið - gefast upp Útgerðarmaðurinn sem er á leið í olíuleit á Drekasvæðinu segir að ekki þýði lengur að hafa Íslendinga í áhöfn, þeir hafi ekki úthald í langa túra. Við ræddum í gær við eiganda Valbergs VE en skipið fer eftir helgi á Drekasvæðið sem aðstoðarskip í norskum rannsóknarleiðangri að leita merkja um olíu með hljóðbylgjumælingum. 24. maí 2012 20:30
Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30
Flugvél með hala í eftirdragi leitar olíu frá Egilsstöðum Norsk flugvél sem dregur hala á eftir sér hóf í dag flugsegulmælingar á Jan Mayen-hryggnum og hefur hún bækistöð á Egilsstöðum næstu fjórar vikur. Þá er rannsóknarskip væntanlegt á Drekasvæðið í næsta mánuði til hljóðbylgjumælinga. Þessar myndir tók Nikulás Bragason á Egilsstaðaflugvelli í morgun þegar áhöfn vélarinnar var að leggja upp í fyrsta flugið. 18. maí 2012 22:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels