Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands 7. júní 2012 10:30 Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. Utanríkisráðherra var bjartsýnn á olíufundi á Drekasvæðinu og kvað rannsóknir síðasta árs hafa leitt fram órækar sannanir fyrir að olíu væri að finna á svæðinu. Hann kvað farsælast fyrir Íslendinga að setja í framtíðinni upp sérstakan Auðlindasjóð til að fara með nýtingargjöld sem renna til ríkisins vegna auðlinda í eigu þess, og kvað það sérstaklega nauðsynlegt til að tryggja að hugsanlegur afrakstur af olíuvinnslu á næsta áratug leiði ekki til ójafnvægis og ofhitnunar í íslenska hagkerfinu. Varðandi uppbyggingu þjónustu á Íslandi fyrir olíusvæðin þrjú upplýsti utanríkisráðherra að hann hefði þegar átt formlegar viðræður við Kuupik Kleist, forsætisráðherra Grænlendinga. Þeir hafi orðið sammála um að löndin tvö vinni saman að því að þróa þjónustu og innvirði fyrir orkuþríhyrninginn Ísland, Grænland og Jan Mayen svæðið. Sömuleiðis hefði málið verið tekið nýlega upp í samræðum milli hans og Jonasar Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, og þeir orðið sammála um að taka málið upp í formlegar viðræður í opinberri heimsókn utanríkisráðherra til Noregs síðar á árinu. Utanríkisráðherra lagði mikla áherslu á að farið yrði í olíuvinnslu norðan Íslands af ítrustu varkárni. Olíuvinnslu þar ætti aðeins að leyfa á grundvelli ströngustu umhverfisreglna, og ekki fyrr en nauðsynlegur öryggisbúnaður vegna mengunaróhappa væri kominn upp. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. Utanríkisráðherra var bjartsýnn á olíufundi á Drekasvæðinu og kvað rannsóknir síðasta árs hafa leitt fram órækar sannanir fyrir að olíu væri að finna á svæðinu. Hann kvað farsælast fyrir Íslendinga að setja í framtíðinni upp sérstakan Auðlindasjóð til að fara með nýtingargjöld sem renna til ríkisins vegna auðlinda í eigu þess, og kvað það sérstaklega nauðsynlegt til að tryggja að hugsanlegur afrakstur af olíuvinnslu á næsta áratug leiði ekki til ójafnvægis og ofhitnunar í íslenska hagkerfinu. Varðandi uppbyggingu þjónustu á Íslandi fyrir olíusvæðin þrjú upplýsti utanríkisráðherra að hann hefði þegar átt formlegar viðræður við Kuupik Kleist, forsætisráðherra Grænlendinga. Þeir hafi orðið sammála um að löndin tvö vinni saman að því að þróa þjónustu og innvirði fyrir orkuþríhyrninginn Ísland, Grænland og Jan Mayen svæðið. Sömuleiðis hefði málið verið tekið nýlega upp í samræðum milli hans og Jonasar Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, og þeir orðið sammála um að taka málið upp í formlegar viðræður í opinberri heimsókn utanríkisráðherra til Noregs síðar á árinu. Utanríkisráðherra lagði mikla áherslu á að farið yrði í olíuvinnslu norðan Íslands af ítrustu varkárni. Olíuvinnslu þar ætti aðeins að leyfa á grundvelli ströngustu umhverfisreglna, og ekki fyrr en nauðsynlegur öryggisbúnaður vegna mengunaróhappa væri kominn upp.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira