Coutinho með þrennu og tvær stoðsendingar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coutinho kom með beinum hætti að fimm mörkum gegn Werder Bremen.
Coutinho kom með beinum hætti að fimm mörkum gegn Werder Bremen. vísir/getty

Philippe Coutinho skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö þegar Bayern München rúllaði yfir Werder Bremen, 6-1, í þýsku úrvalsdeildinni í dag.



Bremen komst yfir á 24. mínútu en það reyndist skammgóður vermir. Bayern skoraði tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks og bætti svo fjórum mörkum við í seinni hálfleik.

Rober Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Bayern en hann hefur skorað 29 mörk í 23 leikjum á tímabilinu. Bayern er í 4. sæti deildarinnar með 27 stig.

Borussia Dortmund, sem er í 3. sæti, vann öruggan útisigur á Mainz, 0-4. Þetta var þriðji sigur Dortmund í röð.

Marco Reus, Jadon Sancho, Thorgan Hazard og Niko Schulz skoruðu mörk Dortmund.

Hertha Berlin vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Jürgens Klinsmann þegar liðið lagði Freiburg að velli, 1-0.

Úrslit dagsins:

Bayern München 6-1 Werder Bremen

Mainz 0-4 Dortmund

Köln 2-0 Leverkusen

Hertha Berlin 1-0 Freiburg

Paderborn 1-1 Union Berlin

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira