Þýski boltinn

Enn eitt jafntefli Bæjara
Þriðja leikinn í röð gerðu Þýskalandsmeistarar Bayern München 1-1 jafntefli. Að þessu sinni gegn Eintracht Frankfurt á heimavelli.

Kolbeinn frá Dortmund til Freys
Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er orðinn fjórði Íslendingurinn í herbúðum danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby en félagið fékk hann frá þýska stórliðinu Dortmund.

Liverpool leiðir kapphlaupið um Bellingham
Þrátt fyrir áhuga frá stórliðum á borð við Manchester City og Real Madrid leiðir Liverpool kapphlaupið um að kaupa enska miðjumanninn Jude Bellingham frá Borussia Dortmund.

Þýsku meistararnir misstigu sig annan leikinn í röð
Þýskalandsmeistarar Bayern München björguðu stigi er liðið tók á móti Köln í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, lokatölur 1-1. Þetta er annar deildarleikurinn í röð sem Bayern tapar stigum og því óhætt að segja að liðið fari hægt af stað eftir langt jóla og HM-frí.

Kvennalið Bayern auglýsir afrek karlanna á búningunum og Valur er í sömu stöðu
Stjörnur á búningum kvennaliða eru til umræðu í Noregi eftir að eitt stærsta félag Noregs, Rosenborg, ákvað að breyta búningum sínum.

Karólína Lea og Glódís Perla skiptust á treyjum við mikla Íslandsvini
Íslensku landsliðskonurnar í Bayern München hafa eytt síðustu dögum í Mexíkó þar sem þær tóku þátt í Amazon bikarnum.

Haller klár í að snúa aftur til keppni eftir krabbameinsmeðferðina
Sebastien Haller, framherja þýska úrvalsdeildarfélagsins Borussia Dortmund, gæti snúið aftur til keppni á nýjan leik á morgun eftir að hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð.

Ungstirni Dortmund sagt vera fjórum árum eldra en talið var
Nafn þýska ungstirnisins Youssoufas Moukoko hefur blandast inn í aldurssvindlið sem skekur kamerúnskan fótbolta. Moukoko er sagður vera fjórum árum eldri en hann á að vera.

Karólína Lea um Glódísi: Liðfélagarnir í Bayern eru í áfalli hvað hún er góð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir talar vel um liðsfélaga sinn Glódísi Perlu Viggósdóttur en þær eru saman í bæði Bayern München og íslenska A-landsliðinu.

Haller snéri aftur á völlinn eftir krabbameinsmeðferð
Knattspyrnumaðurinn Sebastian Haller snéri aftur á völlinn í dag í vináttuleik fyrir þýska liðið Borussia Dortmund. Haller hafði verið frá keppni frá því seinasta sumar þegar hann greindist með illkynja æxli í eista.

Hraunaði yfir dómara og var rekinn út af á eigin góðgerðamóti
Þjóðverjinn Lukas Podolski, fyrrum framherji Arsenal, virðist hafa verið illa fyrir kallaður þegar hann var á meðal leikmanna á góðgerðamóti sem hann sjálfur stóð að.

„Ég ætla ekkert að gefast upp“
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, ein af okkar efnilegustu knattspyrnukonum, er loks byrjuð að spila á ný eftir löng og erfið meiðsli. Hún spilar með þýska stórveldinu Bayern München og bíður spennt eftir að fá að sanna sig.

Real Madrid hefur auga á ungstirni Bayern München
Spænska stórveldið Real Madrid er sagt fylgjast náið með samningsstöðu hins 22 ára bakvarðar Alphonso Davies hjá Bayern München.

„Sagði að ég gæti orðið allt í lagi miðjumaður en frábær miðvörður“
Glódís Perla Viggósdóttir er fastamaður hjá þýska stórveldinu Bayern München sem og íslenska landsliðinu. Hún sem lék lengi vel sem miðjumaður var færð niður í miðvörð þegar hún var í U-17 ára landsliðinu. Ákvörðun sem hún sér ekki eftir í dag.

Real Madrid bjartsýnt á að vinna kapphlaupið um Bellingham
Forráðamenn Real Madrid eru bjartsýnir á að vinna kapphlaupið um enska landsliðsmanninn Jude Bellingham.

Harðorður í garð Infantino: Sjálfshagsmunaseggur sem vill engu breyta
Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Phillipp Lahm, sem er jafnframt mótsstjóri EM 2024, sem fram fer í Þýskalandi, er lítt hrifinn af Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Opnar sig um þunglyndi: „Mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum“
Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München og fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands, hefur opnað sig um þunglyndi sem hann hefur glímt við um hríð.

Sakaður um rasisma í garð eigin leikmanna: „Sé þá ekki fyrir mér á skíðum“
Bruno Labbadia, nýr þjálfari Stuttgart, hefur fengið bágt fyrir ummæli sín um tvo leikmenn liðsins.

Bayern halda áfram að stela leikmönnum af keppinautum sínum
Það styttist í að Þýskalandsmeistarar Bayern München tilkynni komu Konrad Laimer en sá leikur með RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Það yrði þriðji leikmaðurinn sem fer frá Leipzig til Bayern á stuttum tíma.

Karólína Lea loks að snúa til baka: „Andlega hef ég aldrei verið betri“
Eftir að hafa verið meidd í alltof langan tíma og spilað í gegnum téð meiðsli á Evrópumótinu síðasta sumar varð landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að taka sér dágóða pásu frá fótbolta en hún er loks byrjuð að æfa aftur og stefnir á að geta byrjað að spila á fullu með Bayern München fyrr heldur en seinna.