Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Heimir Már Pétursson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 6. mars 2018 19:15 Sigríður Á. Andersend, dómsmálaráðherra. VISIR/ANTON BRINK Vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Pírata á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi eftir tveggja tíma umræður. Flokkarnir tveir telja að dómsmálaráðherra hafi veikt stöðu dómskerfisins á Íslandi með vinnubrögðum sínum. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Allir þingmenn stjórnarandstöðunna greiddu atkvæði með tillögunni nema Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem valdi að greiða ekki atkvæði. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Þau lögðust einnig gegn ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þegar það var lagt fyrir flokksráð flokksins til samþykktar í haust. Sagði Andrés Ingi í ræðu sinni að honum hefði þótt Landsréttarmálið slæmt í nóvember og að síðan hefði það aðeins versnað. Þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata lögðu fram vantrauststillöguna á dómsmálaráðherra í morgun vitandi að litlar líkur væru á að hún næði fram að ganga. En tillagan er lögð fram vegna skipunar ráðherra á dómurum í nýjan Landsrétt. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði dómsmál vegna skipunar dómaranna afleiðingu af vinnubrögðum ráðherra. „Þess vegna er dómsmálaráðherra ekki treystandi til að fara með málefni dómstólanna í landinu eða vinda ofan af þeim vandræðagangi sem dómstólar eru komnir í. Hún verður því að axla ábyrgð á þeim og það er nauðsynlegt að það birtist með skýrum hætti,“ sagði Logi. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði nánast óþekkt í þingsögunni að vantraust væri borið upp á einstakan ráðherra þótt mikið hafi gengið á. Það hefði ekki gerst síðan árið 1954. „Samfylkingin var fljót að bregðast við hvatningu fyrrverandi leiðtoga síns. Eða ætti ég að segja viðvarandi leiðtoga, Jóhönnu Sigurðardóttur, frá því um síðustu helgi. Þar var kallað eftir því að Samfylkingin beindi spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum. Og viti menn, í fyrsta skipti í hálfa öld kom fram vantrauststillaga á ráðherra, jú ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir dómsmálaráðherra hafa skapað réttaróvissu í landinu með því að skemma ferli sem faglega hafi verið unnið að. „Það eru svik við þá sem hafa unnið að þessu allar götur. Það eru svik við Alþingi. Það eru svik við samstarfsflokkana, það eru svik við stjórnskipunar og eftirlitsnefnd. Það eru svik við þá sem vinna í stjórnsýslunni okkar, að reyna að gera faglega hluti þar og ráðleggja ráðherra. Og það eru svik við dómnefndina; hvernig komið hefur verið fram við hana. Þessi ráðherra hefur svikið alla aðila í þessu ferli,“ sagði Jón Þór. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði óvissu í þessum málum aðeins verða eytt með því að dómstólar ljúki sinni meðferð á þeim. Rök með vantraustinu væru ekki fullnægjandi. „Þar með er ég ekki að draga úr alvarleika dóms Hæstaréttar eða því að vönduð vinnubrögð séu stunduð í stjórnsýslunni. Ég tel hins vegar að þessi tillaga þjóni ekki slíkum markmiðum og ég mun því greiða atkvæði gegn þessari tillögu,“ sagði Katrín.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:24. Alþingi Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13 Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi í dag Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. 6. mars 2018 13:46 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Pírata á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi eftir tveggja tíma umræður. Flokkarnir tveir telja að dómsmálaráðherra hafi veikt stöðu dómskerfisins á Íslandi með vinnubrögðum sínum. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Allir þingmenn stjórnarandstöðunna greiddu atkvæði með tillögunni nema Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem valdi að greiða ekki atkvæði. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Þau lögðust einnig gegn ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þegar það var lagt fyrir flokksráð flokksins til samþykktar í haust. Sagði Andrés Ingi í ræðu sinni að honum hefði þótt Landsréttarmálið slæmt í nóvember og að síðan hefði það aðeins versnað. Þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata lögðu fram vantrauststillöguna á dómsmálaráðherra í morgun vitandi að litlar líkur væru á að hún næði fram að ganga. En tillagan er lögð fram vegna skipunar ráðherra á dómurum í nýjan Landsrétt. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði dómsmál vegna skipunar dómaranna afleiðingu af vinnubrögðum ráðherra. „Þess vegna er dómsmálaráðherra ekki treystandi til að fara með málefni dómstólanna í landinu eða vinda ofan af þeim vandræðagangi sem dómstólar eru komnir í. Hún verður því að axla ábyrgð á þeim og það er nauðsynlegt að það birtist með skýrum hætti,“ sagði Logi. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði nánast óþekkt í þingsögunni að vantraust væri borið upp á einstakan ráðherra þótt mikið hafi gengið á. Það hefði ekki gerst síðan árið 1954. „Samfylkingin var fljót að bregðast við hvatningu fyrrverandi leiðtoga síns. Eða ætti ég að segja viðvarandi leiðtoga, Jóhönnu Sigurðardóttur, frá því um síðustu helgi. Þar var kallað eftir því að Samfylkingin beindi spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum. Og viti menn, í fyrsta skipti í hálfa öld kom fram vantrauststillaga á ráðherra, jú ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir dómsmálaráðherra hafa skapað réttaróvissu í landinu með því að skemma ferli sem faglega hafi verið unnið að. „Það eru svik við þá sem hafa unnið að þessu allar götur. Það eru svik við Alþingi. Það eru svik við samstarfsflokkana, það eru svik við stjórnskipunar og eftirlitsnefnd. Það eru svik við þá sem vinna í stjórnsýslunni okkar, að reyna að gera faglega hluti þar og ráðleggja ráðherra. Og það eru svik við dómnefndina; hvernig komið hefur verið fram við hana. Þessi ráðherra hefur svikið alla aðila í þessu ferli,“ sagði Jón Þór. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði óvissu í þessum málum aðeins verða eytt með því að dómstólar ljúki sinni meðferð á þeim. Rök með vantraustinu væru ekki fullnægjandi. „Þar með er ég ekki að draga úr alvarleika dóms Hæstaréttar eða því að vönduð vinnubrögð séu stunduð í stjórnsýslunni. Ég tel hins vegar að þessi tillaga þjóni ekki slíkum markmiðum og ég mun því greiða atkvæði gegn þessari tillögu,“ sagði Katrín.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:24.
Alþingi Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13 Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi í dag Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. 6. mars 2018 13:46 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13
Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi í dag Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. 6. mars 2018 13:46
Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13
Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15
Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14