Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Heimir Már Pétursson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 6. mars 2018 19:15 Sigríður Á. Andersend, dómsmálaráðherra. VISIR/ANTON BRINK Vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Pírata á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi eftir tveggja tíma umræður. Flokkarnir tveir telja að dómsmálaráðherra hafi veikt stöðu dómskerfisins á Íslandi með vinnubrögðum sínum. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Allir þingmenn stjórnarandstöðunna greiddu atkvæði með tillögunni nema Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem valdi að greiða ekki atkvæði. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Þau lögðust einnig gegn ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þegar það var lagt fyrir flokksráð flokksins til samþykktar í haust. Sagði Andrés Ingi í ræðu sinni að honum hefði þótt Landsréttarmálið slæmt í nóvember og að síðan hefði það aðeins versnað. Þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata lögðu fram vantrauststillöguna á dómsmálaráðherra í morgun vitandi að litlar líkur væru á að hún næði fram að ganga. En tillagan er lögð fram vegna skipunar ráðherra á dómurum í nýjan Landsrétt. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði dómsmál vegna skipunar dómaranna afleiðingu af vinnubrögðum ráðherra. „Þess vegna er dómsmálaráðherra ekki treystandi til að fara með málefni dómstólanna í landinu eða vinda ofan af þeim vandræðagangi sem dómstólar eru komnir í. Hún verður því að axla ábyrgð á þeim og það er nauðsynlegt að það birtist með skýrum hætti,“ sagði Logi. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði nánast óþekkt í þingsögunni að vantraust væri borið upp á einstakan ráðherra þótt mikið hafi gengið á. Það hefði ekki gerst síðan árið 1954. „Samfylkingin var fljót að bregðast við hvatningu fyrrverandi leiðtoga síns. Eða ætti ég að segja viðvarandi leiðtoga, Jóhönnu Sigurðardóttur, frá því um síðustu helgi. Þar var kallað eftir því að Samfylkingin beindi spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum. Og viti menn, í fyrsta skipti í hálfa öld kom fram vantrauststillaga á ráðherra, jú ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir dómsmálaráðherra hafa skapað réttaróvissu í landinu með því að skemma ferli sem faglega hafi verið unnið að. „Það eru svik við þá sem hafa unnið að þessu allar götur. Það eru svik við Alþingi. Það eru svik við samstarfsflokkana, það eru svik við stjórnskipunar og eftirlitsnefnd. Það eru svik við þá sem vinna í stjórnsýslunni okkar, að reyna að gera faglega hluti þar og ráðleggja ráðherra. Og það eru svik við dómnefndina; hvernig komið hefur verið fram við hana. Þessi ráðherra hefur svikið alla aðila í þessu ferli,“ sagði Jón Þór. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði óvissu í þessum málum aðeins verða eytt með því að dómstólar ljúki sinni meðferð á þeim. Rök með vantraustinu væru ekki fullnægjandi. „Þar með er ég ekki að draga úr alvarleika dóms Hæstaréttar eða því að vönduð vinnubrögð séu stunduð í stjórnsýslunni. Ég tel hins vegar að þessi tillaga þjóni ekki slíkum markmiðum og ég mun því greiða atkvæði gegn þessari tillögu,“ sagði Katrín.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:24. Alþingi Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13 Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi í dag Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. 6. mars 2018 13:46 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Pírata á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi eftir tveggja tíma umræður. Flokkarnir tveir telja að dómsmálaráðherra hafi veikt stöðu dómskerfisins á Íslandi með vinnubrögðum sínum. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Allir þingmenn stjórnarandstöðunna greiddu atkvæði með tillögunni nema Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem valdi að greiða ekki atkvæði. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Þau lögðust einnig gegn ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þegar það var lagt fyrir flokksráð flokksins til samþykktar í haust. Sagði Andrés Ingi í ræðu sinni að honum hefði þótt Landsréttarmálið slæmt í nóvember og að síðan hefði það aðeins versnað. Þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata lögðu fram vantrauststillöguna á dómsmálaráðherra í morgun vitandi að litlar líkur væru á að hún næði fram að ganga. En tillagan er lögð fram vegna skipunar ráðherra á dómurum í nýjan Landsrétt. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði dómsmál vegna skipunar dómaranna afleiðingu af vinnubrögðum ráðherra. „Þess vegna er dómsmálaráðherra ekki treystandi til að fara með málefni dómstólanna í landinu eða vinda ofan af þeim vandræðagangi sem dómstólar eru komnir í. Hún verður því að axla ábyrgð á þeim og það er nauðsynlegt að það birtist með skýrum hætti,“ sagði Logi. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði nánast óþekkt í þingsögunni að vantraust væri borið upp á einstakan ráðherra þótt mikið hafi gengið á. Það hefði ekki gerst síðan árið 1954. „Samfylkingin var fljót að bregðast við hvatningu fyrrverandi leiðtoga síns. Eða ætti ég að segja viðvarandi leiðtoga, Jóhönnu Sigurðardóttur, frá því um síðustu helgi. Þar var kallað eftir því að Samfylkingin beindi spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum. Og viti menn, í fyrsta skipti í hálfa öld kom fram vantrauststillaga á ráðherra, jú ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir dómsmálaráðherra hafa skapað réttaróvissu í landinu með því að skemma ferli sem faglega hafi verið unnið að. „Það eru svik við þá sem hafa unnið að þessu allar götur. Það eru svik við Alþingi. Það eru svik við samstarfsflokkana, það eru svik við stjórnskipunar og eftirlitsnefnd. Það eru svik við þá sem vinna í stjórnsýslunni okkar, að reyna að gera faglega hluti þar og ráðleggja ráðherra. Og það eru svik við dómnefndina; hvernig komið hefur verið fram við hana. Þessi ráðherra hefur svikið alla aðila í þessu ferli,“ sagði Jón Þór. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði óvissu í þessum málum aðeins verða eytt með því að dómstólar ljúki sinni meðferð á þeim. Rök með vantraustinu væru ekki fullnægjandi. „Þar með er ég ekki að draga úr alvarleika dóms Hæstaréttar eða því að vönduð vinnubrögð séu stunduð í stjórnsýslunni. Ég tel hins vegar að þessi tillaga þjóni ekki slíkum markmiðum og ég mun því greiða atkvæði gegn þessari tillögu,“ sagði Katrín.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:24.
Alþingi Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13 Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi í dag Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. 6. mars 2018 13:46 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
„Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13
Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi í dag Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. 6. mars 2018 13:46
Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13
Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15
Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14