Fótbolti

Markalaust í upphafsleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ahmed Hammadi, leikmaður Íraks, í góðu færi.
Ahmed Hammadi, leikmaður Íraks, í góðu færi. vísir/epa
Ekkert mark var skorað þegar Írak og Danmörk mættust í upphafsleik fótboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í Ríó ó dag.

Írakar voru ívið sterkari, voru meira með boltann og áttu fleiri tilraunir en tókst ekki að koma boltanum í markið.

Klukkan 19:00 í kvöld mætast Brasilía og Suður-Afríka í sama riðli.

Í næstu umferð A-riðils mætast Danir og Suður-Afríkumenn og Brasilíumenn og Írakar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×