Þýskaland í undanúrslit eftir nítján víti 2. júlí 2016 21:45 Özil fagnar marki sínu. vísir/epa Þýskaland er komið í í undanúrslit á EM í Frakklandi eftir sigur á Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þeir mæta annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli strax á fimmtándu mínútu þegar Samir Khedira þurfti að fara af velli vegna meiðsla í nára, en Bastian Schweinsteiger kom inn í hans stað. Schweinsteiger var í eldlínunni stuttu síðar, en þá skoraði hann mark sem dómarinn Viktor Kassai, frá Ungverjalandi, dæmdi af vegna brots Schweinsteiger á varnarmanni Ítala. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og staðan því markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þjóðverjar komust yfir á 65. mínútu þegar Mesut Özil kom þeim yfir. Mario Gómez gaf þá frábæra sendingu inn á Jonas Hector sem lagði boltann á Özil sem lagði boltann í hornið. Þrettán mínútum síðar fengu Ítalir víti. Jerome Boateng fékk þá boltann í höndina. Glórulaust hjá Boateng og Leonardo Bonucci brást ekki bogalistinn þegar hann steig á punktinn. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin var ótrúleg. Sjö víti fóru forgörðum, en níu umferðir þurfti til að knýja fram sigurinn. Manuel Neuer varði frá Darmian, en Jonas Hector tryggði Þjóðverjum svo sigurinn. Þýskaland mætir því annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum, en liðin mætast á Stade De France á morgun. Hitað verður vel upp fyrir leikinn á Vísi á morgun.Vítaspyrnukeppnin: 1-2 Lorenzo Insigne scorer 2-2 Toni Kroos skorar 2-2 Simone Zaza skýtur yfir 2-2 Gianluigi Buffon ver frá Thomas Müller 2-3 Andrea Barzagli skorar 2-3 Mesut Özil skýtur í stöngina 2-3 Graziano Pelle skýtur framhjá 3-3 Julian Draxler skorar 3-3 Manuel Neuer ver frá Leonardo Bonucci 3-3 Bastian Schweinsteiger skýtur yfir 3-4 Emmanuele Giaccherini skorar 4-4 Mats Hummels skorar 4-5 Marco Parolo skorar 5-5 Joshua Kimmich skorar 5-6 Mattia De Sciglio skorar 6-6 Jerome Boateng sorar 6-6 Manuel Neuer ver fra Matteo Damian 6-7 Jonas Hector skorar EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
Þýskaland er komið í í undanúrslit á EM í Frakklandi eftir sigur á Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þeir mæta annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli strax á fimmtándu mínútu þegar Samir Khedira þurfti að fara af velli vegna meiðsla í nára, en Bastian Schweinsteiger kom inn í hans stað. Schweinsteiger var í eldlínunni stuttu síðar, en þá skoraði hann mark sem dómarinn Viktor Kassai, frá Ungverjalandi, dæmdi af vegna brots Schweinsteiger á varnarmanni Ítala. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og staðan því markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þjóðverjar komust yfir á 65. mínútu þegar Mesut Özil kom þeim yfir. Mario Gómez gaf þá frábæra sendingu inn á Jonas Hector sem lagði boltann á Özil sem lagði boltann í hornið. Þrettán mínútum síðar fengu Ítalir víti. Jerome Boateng fékk þá boltann í höndina. Glórulaust hjá Boateng og Leonardo Bonucci brást ekki bogalistinn þegar hann steig á punktinn. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin var ótrúleg. Sjö víti fóru forgörðum, en níu umferðir þurfti til að knýja fram sigurinn. Manuel Neuer varði frá Darmian, en Jonas Hector tryggði Þjóðverjum svo sigurinn. Þýskaland mætir því annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum, en liðin mætast á Stade De France á morgun. Hitað verður vel upp fyrir leikinn á Vísi á morgun.Vítaspyrnukeppnin: 1-2 Lorenzo Insigne scorer 2-2 Toni Kroos skorar 2-2 Simone Zaza skýtur yfir 2-2 Gianluigi Buffon ver frá Thomas Müller 2-3 Andrea Barzagli skorar 2-3 Mesut Özil skýtur í stöngina 2-3 Graziano Pelle skýtur framhjá 3-3 Julian Draxler skorar 3-3 Manuel Neuer ver frá Leonardo Bonucci 3-3 Bastian Schweinsteiger skýtur yfir 3-4 Emmanuele Giaccherini skorar 4-4 Mats Hummels skorar 4-5 Marco Parolo skorar 5-5 Joshua Kimmich skorar 5-6 Mattia De Sciglio skorar 6-6 Jerome Boateng sorar 6-6 Manuel Neuer ver fra Matteo Damian 6-7 Jonas Hector skorar
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira