Albanir báru þá sigurorð af Rúmenum með einu marki gegn engu í A-riðli á EM 2016.
Armando Sadiku skoraði eina mark leiksins á markamínútunni, þeirri fertugustuogþriðju, með skalla eftir fyrirgjöf Ledian Memushaj frá hægri.
Þetta var fyrsta mark Albaníu á stórmóti en þeir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á EM án þess að skora. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Albana á Rúmenum í 68 ár.
Albanía endar því í 3. sæti A-riðils en óvíst er hvort stigin þrjú duga liðinu til að komast áfram. Það kemur ekki ljós fyrr en úrslit í öðrum riðlum liggja fyrir.
Rúmenar eru hins vegar úr leik en þeir náðu aðeins í eitt stig í leikjunum þremur í riðlakeppninni.
1 0. #EMÍsland https://t.co/0ZZRTuGw4h
— Síminn (@siminn) June 19, 2016