Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. október 2015 10:45 Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. Vísir/Stefán Minjastofnun metur það sem svo að skyndifriðun hafnargarðsins í Reykjavík hafi gilt frá 10. september til 22. október. Það er því álit stofnunarinnar að ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, setts forsætisráðherra í málinu, um að friða hafnargarðinn sé í gildi.Borgarstjórinn segir að friðunin sé ekki í gildi.VÍSIR/STEFÁNDagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint. Lög um friðlýsingu gerir ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir sex vikum eftir að ákveðið hefur verið að beita skyndifriðun. „Lögin eru býsna skýr, að skyndifriðun gildir í sex vikur og ráðherra verður að segja af eða á innan þess tíma. Sá tími leið án þess að ráðherra brygðist við þannig að hún er úr gildi fallin,“ sagði Dagur í fréttum Stöðvar 2 í gær. Til stendur að hefja framkvæmdir að nýju á lóðinni á mánudag, enda sé skyndifriðunin fallin úr gildi að mati eigenda. Í tilkynningu frá Minjastofnun er hins vegar bent á ákvæði í lögunum sem orðast svona: „Skyndifriðun tekur gildi þegar Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt öllum hlutaðeigandi aðilum um ákvörðun sína með tryggilegum hætti.“ Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928.visir/gvaMinjastofnun segir að þar sem bréf með tilkynningu um skyndifriðun hafi verið afhent vaktmanni í Stjórnarráðinu eftir lok vinnudags, hafi forsætisráðherra ekki fengið það í hendur fyrr en 10. september síðastliðinn og því hafi friðunin gilt frá þeim degi. „Dagsetningarnar 10. september og 22. október hafa því komið fram í gögnum málsins og ekki verið mótmælt í umsögnum aðila í ferli málmeðferðarinnar,“ segir í tilkynningu Minjastofnunar. Hafnargarðurinn var reistur 1928 og því innan við 100 ára gamall. Umdeilt er hvort hann geti talist til fornminja. Til stendur að byggja íbúðir, veitingahús og verslanir á lóðinni. Fyrir liggur að eigendur lóðarinnar telja sig verða fyrir rúmlega 2 milljarða skaða, standi ákvörðun um friðlýsingu. Alþingi Tengdar fréttir Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Minjastofnun metur það sem svo að skyndifriðun hafnargarðsins í Reykjavík hafi gilt frá 10. september til 22. október. Það er því álit stofnunarinnar að ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, setts forsætisráðherra í málinu, um að friða hafnargarðinn sé í gildi.Borgarstjórinn segir að friðunin sé ekki í gildi.VÍSIR/STEFÁNDagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint. Lög um friðlýsingu gerir ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir sex vikum eftir að ákveðið hefur verið að beita skyndifriðun. „Lögin eru býsna skýr, að skyndifriðun gildir í sex vikur og ráðherra verður að segja af eða á innan þess tíma. Sá tími leið án þess að ráðherra brygðist við þannig að hún er úr gildi fallin,“ sagði Dagur í fréttum Stöðvar 2 í gær. Til stendur að hefja framkvæmdir að nýju á lóðinni á mánudag, enda sé skyndifriðunin fallin úr gildi að mati eigenda. Í tilkynningu frá Minjastofnun er hins vegar bent á ákvæði í lögunum sem orðast svona: „Skyndifriðun tekur gildi þegar Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt öllum hlutaðeigandi aðilum um ákvörðun sína með tryggilegum hætti.“ Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928.visir/gvaMinjastofnun segir að þar sem bréf með tilkynningu um skyndifriðun hafi verið afhent vaktmanni í Stjórnarráðinu eftir lok vinnudags, hafi forsætisráðherra ekki fengið það í hendur fyrr en 10. september síðastliðinn og því hafi friðunin gilt frá þeim degi. „Dagsetningarnar 10. september og 22. október hafa því komið fram í gögnum málsins og ekki verið mótmælt í umsögnum aðila í ferli málmeðferðarinnar,“ segir í tilkynningu Minjastofnunar. Hafnargarðurinn var reistur 1928 og því innan við 100 ára gamall. Umdeilt er hvort hann geti talist til fornminja. Til stendur að byggja íbúðir, veitingahús og verslanir á lóðinni. Fyrir liggur að eigendur lóðarinnar telja sig verða fyrir rúmlega 2 milljarða skaða, standi ákvörðun um friðlýsingu.
Alþingi Tengdar fréttir Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24