Opnunarleikur norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fór fram í dag þar sem Íslendingaliðið Viking sótti Mjondalen heim.
Nýliðar Mjondalen gerðu sér lítið fyrir og unnu sanngjarnan 1-0 sigur en það var Sanel Kapidzic sem skoraði sigurmarkið eftir 63 mínútna leik.
Indriði Sigurðsson, Björn Daníel Sverrisson og Jón Daði Böðvarsson voru allir í byrjunarliði Viking en Steinþór Freyr Þorsteinsson sat allan tímann á varamannabekknum.
Björn Daníel fór meiddur af velli á 36. mínútu og þá var Jóni Daða skipt út af eftir 78 mínútna leik.
