Eitt best falda leyndarmál landsins Hrund Þórsdóttir skrifar 25. ágúst 2014 20:00 Margir Íslendingar hafa gaman af því að skoða landið sitt, en þó leynast faldar perlur víða og ein þeirra er í Landssveit á Suðurlandi. Við skoðuðum stærsta manngerða helli á Íslandi. Færa má rök fyrir því að Hellahellir, sem stendur í túninu hjá Hellum í Landi, sé meðal merkilegustu fornminja á Íslandi. Hann er gerður af manna höndum, er samtals um 200 fermetrar að stærð og hans er getið í heimildum allt frá 14. öld. Fyrstu rituðu heimildirnar um bæinn eru frá árinu 1332 en talið er að hellarnir við hann, sem alls eru þrír talsins, gætu verið frá því fyrir eiginlegt landnám og verið gerðir af Pöpum. Og af hverju er talið að fólk hafi ráðist í þetta verkefni? „Svo að hægt væri að nota þetta sem íverustaði og gripahús. Svo er þetta, eins og reynslan sýnir, óforgengilegt byggingarefni,“ segir Páll Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk, sem sýndi fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 hellinn. Og höfum við einhverjar upplýsingar um hvers konar verkfæri þeir höfðu við að grafa þetta út? „Það var ekki um neitt að ræða nema hamar og meitil. Það er verk sem ég vildi ekki vinna,“ segir Páll. Í veggjum Hellahellis eru ýmiss konar ristur og rúnir. Sumar gætu verið allt frá dögum Papa en aðrar eru nýlegri og urðu þess valdandi að hellirinn er nú lokaður almenningi nema í fylgd heimamanna. „Það er þetta sem fer illa með margar minjar,“ segir Páll. „Menn hugsa ekki eða átta sig ekki á hvað þeir eru að gera.“ Í hellinum er svokallaður Dísukrókur, en talið er að Dísa þessi hafi verið flogaveik eða haldin geðrænum kvillum og því verið bundin föst. „Hún var bara geymd þarna konugreyið, eflaust mjög lengi enda var ekki um annað að ræða svo fólk færi sér ekki að voða eða yrði öðrum til skaða.“ Gat í hellisvegginn og far sem gæti verið eftir reipi styðja söguna um Dísu og einhverjir hafa orðið varir við reimleika í hellinum. Páll kannast þó ekki við það sjálfur. Í Hellahelli er margt áhugavert að sjá en þangað koma fáir gestir. „Þetta er mest best földu leyndarmálum sem ég veit um,“ segir Páll að lokum.Hér má finna nánari upplýsingar um hellinn. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Margir Íslendingar hafa gaman af því að skoða landið sitt, en þó leynast faldar perlur víða og ein þeirra er í Landssveit á Suðurlandi. Við skoðuðum stærsta manngerða helli á Íslandi. Færa má rök fyrir því að Hellahellir, sem stendur í túninu hjá Hellum í Landi, sé meðal merkilegustu fornminja á Íslandi. Hann er gerður af manna höndum, er samtals um 200 fermetrar að stærð og hans er getið í heimildum allt frá 14. öld. Fyrstu rituðu heimildirnar um bæinn eru frá árinu 1332 en talið er að hellarnir við hann, sem alls eru þrír talsins, gætu verið frá því fyrir eiginlegt landnám og verið gerðir af Pöpum. Og af hverju er talið að fólk hafi ráðist í þetta verkefni? „Svo að hægt væri að nota þetta sem íverustaði og gripahús. Svo er þetta, eins og reynslan sýnir, óforgengilegt byggingarefni,“ segir Páll Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk, sem sýndi fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 hellinn. Og höfum við einhverjar upplýsingar um hvers konar verkfæri þeir höfðu við að grafa þetta út? „Það var ekki um neitt að ræða nema hamar og meitil. Það er verk sem ég vildi ekki vinna,“ segir Páll. Í veggjum Hellahellis eru ýmiss konar ristur og rúnir. Sumar gætu verið allt frá dögum Papa en aðrar eru nýlegri og urðu þess valdandi að hellirinn er nú lokaður almenningi nema í fylgd heimamanna. „Það er þetta sem fer illa með margar minjar,“ segir Páll. „Menn hugsa ekki eða átta sig ekki á hvað þeir eru að gera.“ Í hellinum er svokallaður Dísukrókur, en talið er að Dísa þessi hafi verið flogaveik eða haldin geðrænum kvillum og því verið bundin föst. „Hún var bara geymd þarna konugreyið, eflaust mjög lengi enda var ekki um annað að ræða svo fólk færi sér ekki að voða eða yrði öðrum til skaða.“ Gat í hellisvegginn og far sem gæti verið eftir reipi styðja söguna um Dísu og einhverjir hafa orðið varir við reimleika í hellinum. Páll kannast þó ekki við það sjálfur. Í Hellahelli er margt áhugavert að sjá en þangað koma fáir gestir. „Þetta er mest best földu leyndarmálum sem ég veit um,“ segir Páll að lokum.Hér má finna nánari upplýsingar um hellinn.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent