Innlent

Bobby grafinn upp eftir helgi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðstandendur Fischers minntust hans í mars í hitteðfyrra. Mynd/Pjetur.
Aðstandendur Fischers minntust hans í mars í hitteðfyrra. Mynd/Pjetur.
Stefnt er að því að grafa lík Bobbys Fisher upp í næstu viku samkvæmt heimildum Vísis. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður sagðist, í samtali við Vísi, ekki geta staðfest það en hann býst við því að málin skýrist fljótlega eftir helgina.

Hæstiréttur Íslands ákvað í síðasta mánuði að líkamsleifar Fischers skyldu grafnar upp til þess að hægt verði að bera lífsýni úr honum saman við lífssýni úr filippseysku stúlkunni Jinky Young. Móðir Jinky, Marilyn Young, á í dómsmáli við börn og ekkju Fischers. Hún fullyrðir að Jinky sé dóttir Fischers og vill að faðerni hennar verði viðurkennt.

Bobby Fischer lést í byrjun árs 2008 og hvílir í Laugardælakirkjugarði sem er í umdæmi sýslumannsins á Selfossi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×