Aron Karlsson ákærður fyrir fjársvik vegna sölu á fasteign til Kínverja Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. apríl 2012 19:00 Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Aroni Karlssyni kaupsýslumanni vegna fjársvika í tengslum við sölu á stórhýsi við Skúlagötu til kínverska sendiráðsins. Málið hefur verið í rannsókn í tvö og hálft ár. Ákæran var send Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn síðastliðinn. Embætti sérstaks saksóknara varðist allra frétta í gær og í fyrradag þegar fréttastofan grennslaðist fyrir um málið. Ákæran hafði ekki verið birt Aroni á fjórða tímanum í dag, en fréttastofa Rúv greindi síðan frá málinu í fréttum klukkan sex og nafngreindi Aron. Málið snýst um fasteignina við Skúlagötu 51. Umrætt hús var í eigu feðganna Arons Karlssonar og Karls Steingrímssonar, sem gjarnan er kenndur við Pelsinn. Feðgarnir hafa verið býsna umsvifamiklir í fasteignaviðskiptum á undanförnum árum. Á húsinu við Skúlagötu hvíldu fjögur tryggingarbréf í eigu Arion Banka, slitastjórnar Glitnis og Íslandsbanka. Hvert bréf stóð í 246 milljónum króna haustið 2008. Upphaflega var húsið í eigu félagsins Vindasúlna ehf, sem er í eigu þeirra feðga. Hinn 2. desember 2009 var gert tilboð í húsið af hálfu indversks félags. Húsið var aftur á móti flutt út úr Vindasúlum ehf. hinn níu dögum síðar, hinn 11. desember og inn í eignarhaldsfélagið 2007 ehf. Þremur dögum síðar gerði sami aðili annað tilboð í húsið upp á 575 milljónir króna. Þann 16. desember féllust bankar sem höfðu veð í fasteigninni á tilboðið og gengið var frá sölunni. En aðeins degi síðar seldi hinn nýi eigandi húsið til kínverska sendiráðsins fyrir 870 milljónir króna. Bankarnir sem áttu veð í fasteigninni telja að með þessum gjörningi hafi feðgarnir haft af þeim allt að 300 milljónir króna og kærðu málið til lögreglunnar. Fjársvik samt almennum hegningarlögum felast í að styrkja eða hagnýta sér villu brotaþola um einhver atvik og hafa þannig fé af honum eð aöðrum. Fjársvik Arons Karlssonar eru talin felast í því að hafa útbúið áðurnefnda fléttu í desember 2009 og þannig haft fé af bönkunum sem áttu veðréttindi í fasteigninni. Hinn 19. janúar 2010 framkvæmdi efnahagsbrotadeild húsleitir á þremur stöðum vegna málsins, m.á skrifstofu feðganna. Það var svo á mánudag sem gefin var út ákæra í málinu, eins og áður segir. Aron Karlsson er einn ákærður en fjársvik geta varðað allt að sex ára fangelsi, samkvæmt almennum hegningarlögum. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Aroni Karlssyni kaupsýslumanni vegna fjársvika í tengslum við sölu á stórhýsi við Skúlagötu til kínverska sendiráðsins. Málið hefur verið í rannsókn í tvö og hálft ár. Ákæran var send Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn síðastliðinn. Embætti sérstaks saksóknara varðist allra frétta í gær og í fyrradag þegar fréttastofan grennslaðist fyrir um málið. Ákæran hafði ekki verið birt Aroni á fjórða tímanum í dag, en fréttastofa Rúv greindi síðan frá málinu í fréttum klukkan sex og nafngreindi Aron. Málið snýst um fasteignina við Skúlagötu 51. Umrætt hús var í eigu feðganna Arons Karlssonar og Karls Steingrímssonar, sem gjarnan er kenndur við Pelsinn. Feðgarnir hafa verið býsna umsvifamiklir í fasteignaviðskiptum á undanförnum árum. Á húsinu við Skúlagötu hvíldu fjögur tryggingarbréf í eigu Arion Banka, slitastjórnar Glitnis og Íslandsbanka. Hvert bréf stóð í 246 milljónum króna haustið 2008. Upphaflega var húsið í eigu félagsins Vindasúlna ehf, sem er í eigu þeirra feðga. Hinn 2. desember 2009 var gert tilboð í húsið af hálfu indversks félags. Húsið var aftur á móti flutt út úr Vindasúlum ehf. hinn níu dögum síðar, hinn 11. desember og inn í eignarhaldsfélagið 2007 ehf. Þremur dögum síðar gerði sami aðili annað tilboð í húsið upp á 575 milljónir króna. Þann 16. desember féllust bankar sem höfðu veð í fasteigninni á tilboðið og gengið var frá sölunni. En aðeins degi síðar seldi hinn nýi eigandi húsið til kínverska sendiráðsins fyrir 870 milljónir króna. Bankarnir sem áttu veð í fasteigninni telja að með þessum gjörningi hafi feðgarnir haft af þeim allt að 300 milljónir króna og kærðu málið til lögreglunnar. Fjársvik samt almennum hegningarlögum felast í að styrkja eða hagnýta sér villu brotaþola um einhver atvik og hafa þannig fé af honum eð aöðrum. Fjársvik Arons Karlssonar eru talin felast í því að hafa útbúið áðurnefnda fléttu í desember 2009 og þannig haft fé af bönkunum sem áttu veðréttindi í fasteigninni. Hinn 19. janúar 2010 framkvæmdi efnahagsbrotadeild húsleitir á þremur stöðum vegna málsins, m.á skrifstofu feðganna. Það var svo á mánudag sem gefin var út ákæra í málinu, eins og áður segir. Aron Karlsson er einn ákærður en fjársvik geta varðað allt að sex ára fangelsi, samkvæmt almennum hegningarlögum.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira