
Vísir
Nýlegt á Vísi
Stjörnuspá
29. september 2023
Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.

Hitastigið í svalara lagi næstu daga
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu og vætu á norðan- og austanverðu landinu. Þá megi reikna með smá skúrum eða slydduéljum um kvöldið.

Dagskráin í dag: Hitað upp fyrir Subway-deild karla og Ryder-bikarinn hefst
Það er stór dagur framundan í íþróttalífinu á sportrásum Stöðvar 2 í dag þar sem meðal annars verður hitað upp fyrir Subway-deild karla í körfubolta og Ryder-bikarinn í golfi hefur göngu sína.

Hryllingur í Dælunni
Strákarnir í Dælunni ætla að láta reyna á taugarnar í kvöld. Þá munu strákarnir spila hryllingsleikinn Outlast.

KÚNST - Gugusar
Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur verið að semja og pródúsera tónlist frá því hún var fimmtán ára gömul og sköpunargleðin virðist vera henni meðfædd. Hún hefur komið fram víða um land og úti í heimi en er stöðugt áhugasöm um að læra eitthvað nýtt innan listarinnar og takmarkar sig ekki við einn ákveðinn listmiðil. Hún ræðir hér um listsköpunina, að vera ekki tekið alvarlega, að semja tónlist um erfiða hluti, að missa trú á sér og finna hana svo aftur og margt fleira.

Tap Isavia var 221 milljón á fyrri árshelmingi
Heildarafkoma Isavia á fyrri árshelmingi var neikvæð um 221 milljón króna samanborið við jákvæða afkomu upp á 501 milljón króna fyrir sama tímabil í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Fjárfestingafélag Heiðars hagnast um nærri hálfan milljarð
Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Sýnar, skilaði tæplega 470 milljóna króna hagnaði í fyrra en Ursus seldi þá allan eignarhlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Góð afkoma Ursus í fyrra skýrist einkum af uppfærslu á óbeinum eignarhlut félagsins í HS Veitum.

Spennan í hámarki fyrir lokadaginn
Spennan er í hámarki fyrir lokadag leiksins Leikið um landið en kvöld ráðast úrslitin. Þegar keppnin hélt áfram í gærmorgun leiddi lið FM957 keppnina en bæði Bylgjan og X977 voru skammt undan og því ljóst að staðan gæti breyst í lok dags.