Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar 16. júlí 2025 09:02 Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum. Traustir innviðir sem nýtast allt árið skipta miklu máli Að fljúga frá öðrum flugvelli „einhvers staðar“ frá myndi auka kostnað nemenda töluvert og auka líkur á því að flugnemar færu erlendis. Eftir því sem réttindin aukast og námið þyngist, eins og t.d. með fjölhreyflaáritun og blindflugsáritun þá eru litlir flugvellir úti á landi ekki gerðir fyrir slíkt. Tveggja hreyfla flugvélar þurfa lengri flugbrautir, meira rými og blindaðflugsbúnað sem er aðeins að finna á áætlunarflugvöllum þar sem blindaðflug eru til að komast örugglega milli staða í takmörkuðu skyggni og skýjahæð. Þannig flug kallast blindflug. Þar er Reykjavíkurflugvöllur mjög mikilvægur fyrir allt flug í landinu sem varaflugvöllur fyrir hina áætlunarflugvellina. Þeir sem reka sjúkraflugið þurfa líka reglulega á nýjum flugmönnum að halda. Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur fyrir gæði flugnáms á Íslandi.Matthías Arngrímsson Hagfræðin í fluginu Flugskólarnir eru mikilvægir fyrir þjóðarbúið og því er nauðsynlegt að þeir fái að þrífast við góðar aðstæður og fái þann stuðning frá ráðuneytum, Samgöngustofu og Isavia svo starfsemin vaxi og dafni. Höfum í huga að fyrir hverja einustu krónu sem íslenska ríkið setur í flugið og innviði sem snertir þann málaflokk þá skilar það sér með hárri ávöxtun gegnum skatttekjur í störfum og rekstri í fluggeiranum. Til frekari fróðleiks, Í skýrslu um Félagshagfræðilega greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands, sem Innanríkisráðuneytið gaf út árið 2014 kemur fram að flugvallarkerfið er í heild sinni þjóðhagslega arðbært. Í niðurstöðum kostnaðar-/ábatagreiningar var ábati af innanlandsflugvallakerfinu á landsbyggðinni metinn um 70,8 milljarðar króna miðað við arðsemistímann 2013-2053. Þjóðhagslegur ávinningur samfélagsins af útgjaldakrónu hins opinbera til flugvallanna og flugsins í heild er 1,48 kr, þ.e. þjóðhagsleg arðsemi fjárfestingarinnar í flugvallakerfinu og fluginu á landsbyggðinni umfram útgjöld er 48%. Ætti það að teljast mjög ábyrg ráðstöfun á almannafé. Flug skiptir verulegu máli fyrir hagvöxt og atvinnusköpun landsins og er mikilvæg stoð í hagkerfinu. Það má einnig minna á skýrslu Oxford Economics frá árinu 2012 um flugstarfsemi á Islandi. Þar kemur fram að flugrekstur hefur veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og stóð þá undir 6,6% af landsframleiðslu. Eftir mikinn vöxt síðustu ára má telja að framlagið sé nú að nálgast mun hærri prósentu miðað við sömu forsendur. Reiknað var með um 13% árið 2020. Í nálægum löndum liggur þetta hlutfall í kringum 2-3%. Til að tryggja flugnemum gott aðgengi að flugkennurum þarf líka að gera flugkennarnámið lánshæft, rétt eins og aðra kennaramenntun í landinu. Það tryggir nýliðun í stéttinni og hraðar „framleiðslu“ nýrra flugmanna. Flugkennararéttindi kosta 1,5 milljónir í dag. Enn ríkari ástæður til að efla flugkennslu í landinu og starfsemi grasrótarinnar. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Matthías Arngrímsson Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum. Traustir innviðir sem nýtast allt árið skipta miklu máli Að fljúga frá öðrum flugvelli „einhvers staðar“ frá myndi auka kostnað nemenda töluvert og auka líkur á því að flugnemar færu erlendis. Eftir því sem réttindin aukast og námið þyngist, eins og t.d. með fjölhreyflaáritun og blindflugsáritun þá eru litlir flugvellir úti á landi ekki gerðir fyrir slíkt. Tveggja hreyfla flugvélar þurfa lengri flugbrautir, meira rými og blindaðflugsbúnað sem er aðeins að finna á áætlunarflugvöllum þar sem blindaðflug eru til að komast örugglega milli staða í takmörkuðu skyggni og skýjahæð. Þannig flug kallast blindflug. Þar er Reykjavíkurflugvöllur mjög mikilvægur fyrir allt flug í landinu sem varaflugvöllur fyrir hina áætlunarflugvellina. Þeir sem reka sjúkraflugið þurfa líka reglulega á nýjum flugmönnum að halda. Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur fyrir gæði flugnáms á Íslandi.Matthías Arngrímsson Hagfræðin í fluginu Flugskólarnir eru mikilvægir fyrir þjóðarbúið og því er nauðsynlegt að þeir fái að þrífast við góðar aðstæður og fái þann stuðning frá ráðuneytum, Samgöngustofu og Isavia svo starfsemin vaxi og dafni. Höfum í huga að fyrir hverja einustu krónu sem íslenska ríkið setur í flugið og innviði sem snertir þann málaflokk þá skilar það sér með hárri ávöxtun gegnum skatttekjur í störfum og rekstri í fluggeiranum. Til frekari fróðleiks, Í skýrslu um Félagshagfræðilega greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands, sem Innanríkisráðuneytið gaf út árið 2014 kemur fram að flugvallarkerfið er í heild sinni þjóðhagslega arðbært. Í niðurstöðum kostnaðar-/ábatagreiningar var ábati af innanlandsflugvallakerfinu á landsbyggðinni metinn um 70,8 milljarðar króna miðað við arðsemistímann 2013-2053. Þjóðhagslegur ávinningur samfélagsins af útgjaldakrónu hins opinbera til flugvallanna og flugsins í heild er 1,48 kr, þ.e. þjóðhagsleg arðsemi fjárfestingarinnar í flugvallakerfinu og fluginu á landsbyggðinni umfram útgjöld er 48%. Ætti það að teljast mjög ábyrg ráðstöfun á almannafé. Flug skiptir verulegu máli fyrir hagvöxt og atvinnusköpun landsins og er mikilvæg stoð í hagkerfinu. Það má einnig minna á skýrslu Oxford Economics frá árinu 2012 um flugstarfsemi á Islandi. Þar kemur fram að flugrekstur hefur veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og stóð þá undir 6,6% af landsframleiðslu. Eftir mikinn vöxt síðustu ára má telja að framlagið sé nú að nálgast mun hærri prósentu miðað við sömu forsendur. Reiknað var með um 13% árið 2020. Í nálægum löndum liggur þetta hlutfall í kringum 2-3%. Til að tryggja flugnemum gott aðgengi að flugkennurum þarf líka að gera flugkennarnámið lánshæft, rétt eins og aðra kennaramenntun í landinu. Það tryggir nýliðun í stéttinni og hraðar „framleiðslu“ nýrra flugmanna. Flugkennararéttindi kosta 1,5 milljónir í dag. Enn ríkari ástæður til að efla flugkennslu í landinu og starfsemi grasrótarinnar. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar