Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar 16. júlí 2025 15:30 Í Vísi í dag 16. júlí birtist grein í skoðun undir fyrirsögninni „Aukið við sóun með einhverjum ráðum“. Greinarhöfundur Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS finnur að því að atvinnuvegaráðherra sé nú að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að tryggja 48 daga til strandveiða. Ráðherra er varaður við umleitan sinni. Bent er á að Umboðsmaður Alþingis hafi tekið til meðferðar þá stjórnsýsluframkvæmd að ráðstafa heimildum umfram ráðgjöf. Jafnframt er lesanda bent á að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar boði niðurskurð í þorski og aukinn afli til strandveiða í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Allt ber þetta merki um rakalausan hræðsluáróður og grímulausar hótanir. Vilji þjóðarinnar stendur með strandveiðum Útgerðarformið – strandveiðar – nýtur mikillar hylli meðal þjóðarinnar og það ber að þakka. Staðfest var í skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið lét Félagsvísindastofnun Háskólans framkvæma í mars 2023 að 72,3% landsmanna vilja að veiðiheimildir til strandveiða verði auknar. Það hafa stjórnvöld ákveðið að gera með því að tryggja 48 daga til strandveiða, að hámarki 12 daga í hverjum mánuði maí – ágúst. Það er því ekkert við það að athuga að atvinnuvegaráðherra leiti allra leiða til að tryggja strandveiða til loka ágúst. Hávær minnihluti sérhagsmuna á Alþingi hefur á undanförnum vikum reynt allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir rýmri heimildir til strandveiða. Nokkur árangur náðist hjá honum þegar þinglokasamningur innihélt ekki frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. Nú er glíman hins vegar komin út fyrir veggja Alþingis. Ráðherra er með málefnið og andstæðingar aukinna veiðiheimilda til strandveiða eru greinilega áhyggjufullir af að hann láti verða af því. Að telja það neikvætt og það geti vanvirt orðspor um virðingu Íslendinga fyrir auðlindinni og haft neikvæð áhrif á alþjóðlegar vottanir er ekki svaravert. Lesendur sjá í gegnum slíkan áróður. Áhyggjur af því, að ráðherra boði að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða, þarf greinarhöfundur hins vegar að takast á við. Ráðherra er sá sem ræður. Myndar ekki eignarétt Staðreyndin er að strandveiðar geta aldrei ógnað fiskistofnum á Íslandsmiðum, einum gjöfulustu fiskimiðum heims. Auk þess að hafa almenningsálitið með sér smellpassa þær við ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (nytjastofna) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“. Það sama á við um niðurlag greinarinnar: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Strandveiðar eru ekki í aflamarki og því ekki úthlutað veiðiheimildum árlega á hvern bát. Engin verðmæti verða til við strandveiðar nema með veiðum og þarf því ekki að takast á um „ eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Efla ber strandveiðar Það er ótrúlegt lán þjóðarinnar að eiga 800 skipstjóra sem treysta sér til að gera út bát til strandveiða þegar tekið er tillit til þeirra krafna og aðstæðna sem þarf að kljást við. Alþingismenn létu sig málefnið varða og ræddu nýverið í 20 klukkustundir um framtíð atvinnugreinarinnar. Strandveiðimenn, fjölskyldur þeirra og megin hluti þjóðarinnar væntir þess Hönnu Katrínu Friðriksson takist að tryggja áframhaldandi öflugar strandveiðar. Höfundur er framkvæmdastjór Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í Vísi í dag 16. júlí birtist grein í skoðun undir fyrirsögninni „Aukið við sóun með einhverjum ráðum“. Greinarhöfundur Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS finnur að því að atvinnuvegaráðherra sé nú að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að tryggja 48 daga til strandveiða. Ráðherra er varaður við umleitan sinni. Bent er á að Umboðsmaður Alþingis hafi tekið til meðferðar þá stjórnsýsluframkvæmd að ráðstafa heimildum umfram ráðgjöf. Jafnframt er lesanda bent á að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar boði niðurskurð í þorski og aukinn afli til strandveiða í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Allt ber þetta merki um rakalausan hræðsluáróður og grímulausar hótanir. Vilji þjóðarinnar stendur með strandveiðum Útgerðarformið – strandveiðar – nýtur mikillar hylli meðal þjóðarinnar og það ber að þakka. Staðfest var í skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið lét Félagsvísindastofnun Háskólans framkvæma í mars 2023 að 72,3% landsmanna vilja að veiðiheimildir til strandveiða verði auknar. Það hafa stjórnvöld ákveðið að gera með því að tryggja 48 daga til strandveiða, að hámarki 12 daga í hverjum mánuði maí – ágúst. Það er því ekkert við það að athuga að atvinnuvegaráðherra leiti allra leiða til að tryggja strandveiða til loka ágúst. Hávær minnihluti sérhagsmuna á Alþingi hefur á undanförnum vikum reynt allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir rýmri heimildir til strandveiða. Nokkur árangur náðist hjá honum þegar þinglokasamningur innihélt ekki frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. Nú er glíman hins vegar komin út fyrir veggja Alþingis. Ráðherra er með málefnið og andstæðingar aukinna veiðiheimilda til strandveiða eru greinilega áhyggjufullir af að hann láti verða af því. Að telja það neikvætt og það geti vanvirt orðspor um virðingu Íslendinga fyrir auðlindinni og haft neikvæð áhrif á alþjóðlegar vottanir er ekki svaravert. Lesendur sjá í gegnum slíkan áróður. Áhyggjur af því, að ráðherra boði að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða, þarf greinarhöfundur hins vegar að takast á við. Ráðherra er sá sem ræður. Myndar ekki eignarétt Staðreyndin er að strandveiðar geta aldrei ógnað fiskistofnum á Íslandsmiðum, einum gjöfulustu fiskimiðum heims. Auk þess að hafa almenningsálitið með sér smellpassa þær við ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (nytjastofna) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“. Það sama á við um niðurlag greinarinnar: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Strandveiðar eru ekki í aflamarki og því ekki úthlutað veiðiheimildum árlega á hvern bát. Engin verðmæti verða til við strandveiðar nema með veiðum og þarf því ekki að takast á um „ eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Efla ber strandveiðar Það er ótrúlegt lán þjóðarinnar að eiga 800 skipstjóra sem treysta sér til að gera út bát til strandveiða þegar tekið er tillit til þeirra krafna og aðstæðna sem þarf að kljást við. Alþingismenn létu sig málefnið varða og ræddu nýverið í 20 klukkustundir um framtíð atvinnugreinarinnar. Strandveiðimenn, fjölskyldur þeirra og megin hluti þjóðarinnar væntir þess Hönnu Katrínu Friðriksson takist að tryggja áframhaldandi öflugar strandveiðar. Höfundur er framkvæmdastjór Landssambands smábátaeigenda.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar