Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar 16. júlí 2025 08:32 Stríðsglæpir, landrán og þjóðarmorð Ísraels skipa landinu á bekk með verstu níðingum samtímans í samfélagi þjóðanna. Stríðsglæpir eru framdir fyrir opnum tjöldum. Hermönnum Ísraelshers, IDF, er fyrirskipað að drepa óbreytta borgara sem koma á hjálparstöðvar til að leita sér matar eða lyfja. Læknar og bráðaliðar eru myrtir með köldu blóði. Yfir tvær milljónir íbúa Gaza eru sveltir, og þeir hraktir eins og dýr til slátrunar undir sprengjuregni og skothríð. Sjúkrahús, skólar, bókasöfn, háskólar, vatnsveitur, orkuver – engu er eirt, allt er sprengt í tætlur. Um 20 þúsund börn hafa verið myrt af Ísraelsher á Gaza, og tugir þúsunda eru særð og örkumla til líkama og sálar. Sprengjumagnið sem ausið hefur verið yfir Gaza samsvarar eyðileggingarkrafti þriggja Hiróshima sprengja. Gaza er í rúst, verr farið en Dresden eftir verstu sprengiárásir Seinni Heimsstyrjaldarinnar. Þúsundir Palestínumanna eru fangelsaðir án dóms og laga – þar á meðal hundruðir barna og unglinga – og sæta þar margvíslegu ofbeldi og pyntingum. Nú fyrirhuga stjórnvöld í Ísrael að safna íbúum Gaza í fangabúðir þar sem svelta á íbúana til að fallast á að flýja til nágrannalandanna. Samtímis er hert á aðgerðum á herteknu svæðunum, þorp og ólífulundir Palestínumanna eru brennd og þeir myrtir – allt í nafni þess að skapa aukið lífsrými fyrir „landnema“ gyðinga. Ísrael fetar hér í fótspor nasistanna: þeir frömdu þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir í nafni „lebensraum“ – til að skapa meira rými fyrir hinn aríska kynstofn. Lokalausn nasistanna voru útrýmingarbúðir. Lokalausn síonistanna er að drepa og hrekja Palestínumenn á brott. Það er sorglegra en tárum taki að yfirgnæfandi meirihluti íbúa Ísraels styður þessa villimennsku stjórnar Netanyahus. Stríðsglæpir Ísraels hafa verið fordæmdir af jafnt Sameinuðu Þjóðunum sem alþjóðlegum mannúðarsamtökum eins og Rauða Krossinum, Amnesty International og Lækna án landamæra. Til hvers að eiga í stjórnmálasambandi við ríki eins og Ísrael, sem hundsar alla gangrýni og lætur samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem vind um eyru þjóta? Til hvers að eiga samtal við ofbeldisseggi sem kæra sig kollótta um mannréttindi, mannúð og mannvirðingu, og gera allt sem þeir geta til að brjóta niður alþjóðalög og alþjóðastofnanir? Við getum ekki fallist á að það sé allt í lagi að hrekja Palestínumenn af landi sínu, fangelsa, pynta og myrða. Við höfum ekkert að gera með að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stundar þessa villimennsku, og við eigum að taka afgerandi afstöðu gegn þessu ofbeldisríki. Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael! Stöðva öll viðskipti við landið, jafnt efnahagsleg sem menningarleg og vísindaleg. Ísland ætti skipa sér í hóp þjóða eins og Suður Afríku, Brasilíu, Spánar og Írlands sem krefjast þess að Ísrael verði látið svara til saka fyrir glæpi sína! Höfundur er prófessor á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Stríðsglæpir, landrán og þjóðarmorð Ísraels skipa landinu á bekk með verstu níðingum samtímans í samfélagi þjóðanna. Stríðsglæpir eru framdir fyrir opnum tjöldum. Hermönnum Ísraelshers, IDF, er fyrirskipað að drepa óbreytta borgara sem koma á hjálparstöðvar til að leita sér matar eða lyfja. Læknar og bráðaliðar eru myrtir með köldu blóði. Yfir tvær milljónir íbúa Gaza eru sveltir, og þeir hraktir eins og dýr til slátrunar undir sprengjuregni og skothríð. Sjúkrahús, skólar, bókasöfn, háskólar, vatnsveitur, orkuver – engu er eirt, allt er sprengt í tætlur. Um 20 þúsund börn hafa verið myrt af Ísraelsher á Gaza, og tugir þúsunda eru særð og örkumla til líkama og sálar. Sprengjumagnið sem ausið hefur verið yfir Gaza samsvarar eyðileggingarkrafti þriggja Hiróshima sprengja. Gaza er í rúst, verr farið en Dresden eftir verstu sprengiárásir Seinni Heimsstyrjaldarinnar. Þúsundir Palestínumanna eru fangelsaðir án dóms og laga – þar á meðal hundruðir barna og unglinga – og sæta þar margvíslegu ofbeldi og pyntingum. Nú fyrirhuga stjórnvöld í Ísrael að safna íbúum Gaza í fangabúðir þar sem svelta á íbúana til að fallast á að flýja til nágrannalandanna. Samtímis er hert á aðgerðum á herteknu svæðunum, þorp og ólífulundir Palestínumanna eru brennd og þeir myrtir – allt í nafni þess að skapa aukið lífsrými fyrir „landnema“ gyðinga. Ísrael fetar hér í fótspor nasistanna: þeir frömdu þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir í nafni „lebensraum“ – til að skapa meira rými fyrir hinn aríska kynstofn. Lokalausn nasistanna voru útrýmingarbúðir. Lokalausn síonistanna er að drepa og hrekja Palestínumenn á brott. Það er sorglegra en tárum taki að yfirgnæfandi meirihluti íbúa Ísraels styður þessa villimennsku stjórnar Netanyahus. Stríðsglæpir Ísraels hafa verið fordæmdir af jafnt Sameinuðu Þjóðunum sem alþjóðlegum mannúðarsamtökum eins og Rauða Krossinum, Amnesty International og Lækna án landamæra. Til hvers að eiga í stjórnmálasambandi við ríki eins og Ísrael, sem hundsar alla gangrýni og lætur samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem vind um eyru þjóta? Til hvers að eiga samtal við ofbeldisseggi sem kæra sig kollótta um mannréttindi, mannúð og mannvirðingu, og gera allt sem þeir geta til að brjóta niður alþjóðalög og alþjóðastofnanir? Við getum ekki fallist á að það sé allt í lagi að hrekja Palestínumenn af landi sínu, fangelsa, pynta og myrða. Við höfum ekkert að gera með að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stundar þessa villimennsku, og við eigum að taka afgerandi afstöðu gegn þessu ofbeldisríki. Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael! Stöðva öll viðskipti við landið, jafnt efnahagsleg sem menningarleg og vísindaleg. Ísland ætti skipa sér í hóp þjóða eins og Suður Afríku, Brasilíu, Spánar og Írlands sem krefjast þess að Ísrael verði látið svara til saka fyrir glæpi sína! Höfundur er prófessor á eftirlaunum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar