Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. júlí 2025 12:23 Förðunarfræðingurinn Auður Jónsdóttir er búsett í Los Angeles og var að vinna að stóru verkefni með Kim Kardashian. Vísir/Vilhelm „Það er alveg sturlað að sjá þetta,“ segir förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir sem er búsett í Los Angeles og sá um förðun fyrir nýjustu tískulínu stórstjörnunnar Kim Kardashian. Er um að ræða nýjasta samstarfsverkefni Skims, sem er nærfata- og lífsstíls fyrirtæki Kim, við tískurisann Roberto Cavalli. Auður hefur nokkrum sinnum áður unnið með fyrirtækinu og sá um að farða eina fyrirsætu í herferðinni. View this post on Instagram A post shared by Arianna Chaylene Blean (@ariannachayleneblean) „Kim og Kardashian/Jenner skvísurnar eru alltaf með þeirra eigið teymi en þetta er að ég held þriðja stóra auglýsingaherferðin sem ég tek þátt í með þeim. Í fyrra gerði Kim samstarfsverkefni með Dolce&Gabbana og ég tók líka þátt í því,“ segir Auður í samtali við blaðamann. Reynir að staldra við og vera stolt Auður hefur verið búsett í Los Angeles í tæpan áratug og komið að ýmsum spennandi förðunarverkefnum þar, sem dæmi fjölbreyttum tískuherferðum og tónlistarmyndböndum fyrir stórstjörnur á borð við Bad Bunny. „Maður kynnist svo mikið af góðu fólki í hverju verkefni. Framleiðandinn á þessum tökum fyrir Kim núna er algjör snillingur og við höfum unnið saman áður þannig hún heyrði í mér fyrir þetta. Maður er auðvitað smá aftengdur stundum og fattar ekki alveg skalann á þessu. Það er alltaf yfir í næsta verkefni en svo var ég að tala við vin minn hér á Íslandi sem fannst þetta alveg risa stórt og ýtti á mig að vekja meiri athygli á verkefnunum mínum hér heima,“ segir Auður kímin og bætir við: „Það er allt á öðrum skala hérna úti miðað við á Íslandi. Kannski er ég líka aðeins of hörð við sjálfa mig ef ég á að vera hreinskilin. Það er svolítið erfitt að staldra við og vera stolt af verkefnunum en ég er að reyna að bæta mig.“ Fyrst og fremst þjónustustarf Hún segir að verkefnið hafi verið stórkostlega skemmtilegt, góður andi og frábær hópur af fólki. „Þvílíkt fagfólk. Ég var í teymi með hárgreiðslukonu sem var ótrúlega gaman og fyrirsætan sem við vorum að farða og græja er auðvitað stórglæsileg, maður er bara orðlaus yfir þessum myndum og ljósmyndarinn Nadia Lee Cohen auðvitað ein sú allra besta.“ View this post on Instagram A post shared by SKIMS (@skims) Auður segir að förðunarbransinn geti stundum verið smá eitraður ef maður fer ekki varlega en sum verkefni séu þó frábær í alla staði, eins og þetta. „Þessi fegrunarheimur getur verið hættulegur ef maður passar sig ekki en eins og ég sé starfið mitt þá er þetta fyrst og fremst þjónustustarf. Auðvitað er mikill glamúr í þessu þegar allt kemur saman að lokum en í ferlinu er þetta rosa mikið ég að skella kremi hingað og þangað á fyrirsætuna, passa að henni líði vel með lúkkið og á setti, að hún sé með allt til alls, að henni líði vel í stólnum og allt þetta. Maður skilur egóið eftir heima og gerir það sem maður þarf að gera.“ Sturlað að sjá útkomuna Hún segir gríðarlega verðmætt að finna fyrir trausti í starfinu. „Í svona verkefnum eru auðvitað einhverjar línur sem maður þarf að fylgja en það er ákveðið traust líka. Það eru bestu verkefnin þegar maður finnur fyrir traustinu og það er ekki verið að anda ofan í hálsmálið á manni,“ segir Auður kímin. Auður Jónsdóttir hefur komið að ýmsum ævintýralegum og flottum förðunarverkefnum. Vísir/Vilhelm Hún segir að það hafi verið ótrúlega gaman að sjá myndirnar. „Það er alveg sturlað að sjá þetta. Maður fær ekkert endilega að vita nákvæmlega hvenær þetta kemur út og þetta kom svolítið óvænt út. Ég og hárstílistinn vorum alveg hoppandi úr gleði saman yfir þessu.“ Íslendingar erlendis Hollywood Hár og förðun Tíska og hönnun Bandaríkin Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Er um að ræða nýjasta samstarfsverkefni Skims, sem er nærfata- og lífsstíls fyrirtæki Kim, við tískurisann Roberto Cavalli. Auður hefur nokkrum sinnum áður unnið með fyrirtækinu og sá um að farða eina fyrirsætu í herferðinni. View this post on Instagram A post shared by Arianna Chaylene Blean (@ariannachayleneblean) „Kim og Kardashian/Jenner skvísurnar eru alltaf með þeirra eigið teymi en þetta er að ég held þriðja stóra auglýsingaherferðin sem ég tek þátt í með þeim. Í fyrra gerði Kim samstarfsverkefni með Dolce&Gabbana og ég tók líka þátt í því,“ segir Auður í samtali við blaðamann. Reynir að staldra við og vera stolt Auður hefur verið búsett í Los Angeles í tæpan áratug og komið að ýmsum spennandi förðunarverkefnum þar, sem dæmi fjölbreyttum tískuherferðum og tónlistarmyndböndum fyrir stórstjörnur á borð við Bad Bunny. „Maður kynnist svo mikið af góðu fólki í hverju verkefni. Framleiðandinn á þessum tökum fyrir Kim núna er algjör snillingur og við höfum unnið saman áður þannig hún heyrði í mér fyrir þetta. Maður er auðvitað smá aftengdur stundum og fattar ekki alveg skalann á þessu. Það er alltaf yfir í næsta verkefni en svo var ég að tala við vin minn hér á Íslandi sem fannst þetta alveg risa stórt og ýtti á mig að vekja meiri athygli á verkefnunum mínum hér heima,“ segir Auður kímin og bætir við: „Það er allt á öðrum skala hérna úti miðað við á Íslandi. Kannski er ég líka aðeins of hörð við sjálfa mig ef ég á að vera hreinskilin. Það er svolítið erfitt að staldra við og vera stolt af verkefnunum en ég er að reyna að bæta mig.“ Fyrst og fremst þjónustustarf Hún segir að verkefnið hafi verið stórkostlega skemmtilegt, góður andi og frábær hópur af fólki. „Þvílíkt fagfólk. Ég var í teymi með hárgreiðslukonu sem var ótrúlega gaman og fyrirsætan sem við vorum að farða og græja er auðvitað stórglæsileg, maður er bara orðlaus yfir þessum myndum og ljósmyndarinn Nadia Lee Cohen auðvitað ein sú allra besta.“ View this post on Instagram A post shared by SKIMS (@skims) Auður segir að förðunarbransinn geti stundum verið smá eitraður ef maður fer ekki varlega en sum verkefni séu þó frábær í alla staði, eins og þetta. „Þessi fegrunarheimur getur verið hættulegur ef maður passar sig ekki en eins og ég sé starfið mitt þá er þetta fyrst og fremst þjónustustarf. Auðvitað er mikill glamúr í þessu þegar allt kemur saman að lokum en í ferlinu er þetta rosa mikið ég að skella kremi hingað og þangað á fyrirsætuna, passa að henni líði vel með lúkkið og á setti, að hún sé með allt til alls, að henni líði vel í stólnum og allt þetta. Maður skilur egóið eftir heima og gerir það sem maður þarf að gera.“ Sturlað að sjá útkomuna Hún segir gríðarlega verðmætt að finna fyrir trausti í starfinu. „Í svona verkefnum eru auðvitað einhverjar línur sem maður þarf að fylgja en það er ákveðið traust líka. Það eru bestu verkefnin þegar maður finnur fyrir traustinu og það er ekki verið að anda ofan í hálsmálið á manni,“ segir Auður kímin. Auður Jónsdóttir hefur komið að ýmsum ævintýralegum og flottum förðunarverkefnum. Vísir/Vilhelm Hún segir að það hafi verið ótrúlega gaman að sjá myndirnar. „Það er alveg sturlað að sjá þetta. Maður fær ekkert endilega að vita nákvæmlega hvenær þetta kemur út og þetta kom svolítið óvænt út. Ég og hárstílistinn vorum alveg hoppandi úr gleði saman yfir þessu.“
Íslendingar erlendis Hollywood Hár og förðun Tíska og hönnun Bandaríkin Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira