Körfubolti

Yfir­gefur Aþenu og semur við nýliðana

Siggeir Ævarsson skrifar
Dzana Crnac komin í treyju númer fjögur hjá Ármanni.
Dzana Crnac komin í treyju númer fjögur hjá Ármanni. @armannkarfa

Nýliðar Ármanns í Bónus-deild kvenna eru á fullu að safna liði fyrir komandi vetur og hafa bætt leikmanni í hópinn með reynslu úr efstu deild en Dzana Crnac hefur samið við Ármann og kemur til liðsins frá Aþenu.

Dzana, sem er aðeins 19 ára gömul, fékk eldskírn í úrvalsdeild í fyrra með Aþenu. Hún lék í yngri flokkum bæði með Keflavík og Njarðvík og lék í meistaraflokki með Njarðvík tímabilið 2021-22. Þá hefur hún einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands og er í hópnum hjá U20 landsliðinu í sumar.

„Við erum gríðarlega ánægð með að fá Dzana í okkar hóp,“ segir Karl Guðlaugsson þjálfari Ármanns i frétt á miðlum Ármanns: „Hún bætir bæði gæði og baráttu í liðið og við hlökkum til að vinna með henni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×