
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi
Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu.

Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net.

Regína verður bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Regína Ásvaldsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Hún mun gegna starfinu til 2026 en hún er fyrir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og hefur unnið þar í fimm ár. Fyrir það var hún bæjarstjóri Akraneskaupstaðar.

Rétturinn til að safna drasli
Hver kannast ekki við nágrannan sem safnar bílum, tjaldvögnum eða öðru dóti inn á sína lóð? Oftar en ekki nægir viðkomandi ekki að safna inn á sína eigin lóð heldur leggur hann undir sig sameiginlega lóð við fjölbýlishús.

Aldís fær 1,78 milljón á mánuði og 217 þúsund króna akstursstyrk
Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, fær 1,78 milljónir í mánaðarlaun og akstursstyrk upp á 217 þúsund samkvæmt oddvita hreppsins. Aldís var bæjarstjóri Hveragerðis síðastliðin sextán ár en náði ekki inn í kosningunum í vor þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta. Fulltrúar Hrunamannahrepps heyrðu í henni í kjölfarið.

Meirihluti sveitarfélaga uppfyllti ekki lágmarksviðmið um skuldahlutfall
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi í júní bréf til 43 sveitarfélaga, sem uppfylltu ekki lágmarksviðmið nefndarinnar um skuldahlutfall. Það var gert eftir að nefndin hafði yfirfarið ársreikninga allra sveitarfélaga fyrir árið 2021 fyrir A-hluta eða A- og B-hluta.

Greiddu atkvæði gegn ráðningu Elliða og vildu að kjör hans yrðu skert
Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir umræðu um há laun sveitarstjóra réttmæta, en að hún verði að fara fram á skynsamlegum forsendum. Minnihlutinn í Ölfusi greiddi atkvæði gegn ráðningu Elliða og hvatti til launalækkunar.

Ekki bara minnihlutar í fýlukasti
Laun bæjarstjóra Seltjarnarness eru alltof há, að mati bæjarfulltrúa. Endurskoða ætti laun bæjarstjóra minni sveitarfélaga á landsvísu. Íbúar í Ölfusi borga um fimmtíufalt meira undir bæjarstjóra sinn en íbúar Reykjavíkur.

Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi
Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin.

Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður.

Mývetningar tilheyra nú Þingeyjarsveit
Sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur hlotið heitið Þingeyjarsveit. Þetta var ákveðið á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar en meirihluti þátttakenda valdi heitið í ráðgefandi skoðanakönnunum sem gerðar voru meðal íbúa.

Sigurjón ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Sigurjón Andrésson, ráðgjafi hjá Góðum samskiptum og verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfusi, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Samþykktu að sameinað sveitarfélag fái nafnið Húnabyggð
Ný bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps samþykkti á fyrsta fundi sínum í dag að sveitarfélagið fengi nafnið Húnabyggð.

Gengst við röngum fullyrðingum en segir viðsnúning núverandi meirihluta með ólíkindum
Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis gengst við því að enginn samningur sé til um kaup á dúk fyrir íþróttahöll í bænum, þrátt fyrir tilkynningu hennar þess efnis undirritun væri í höfn. Hún segir viðsnúning núverandi meirihluta í málinu með ólíkindum.

Segja ekki rétt að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina
Nýr meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir fullyrðingar fyrrverandi bæjarstjóra um að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina ekki réttar.

Þeir sem græddu og þeir sem töpuðu á D’Hondt
Á Íslandi er hin umdeilda D´Hondt-reikniregla lögð til grundvallar þegar ákveðið er hvaða fulltrúar hvaða flokks fá sæti í bæjar- og borgarstjórnum hinna ýmsu sveitarfélaga.

„Ég held það komi í ljós síðar í dag hvað gerist á Akureyri“
Staðan er enn galopin á Akureyri eftir að aðrar meirihlutaviðræður sigldu í strand eftir sveitarstjórnarkosningar. Í morgun varð ljóst að meirihluti BDSM væri úr sögunni þegar oddviti Samfylkingarinnar sleit viðræðum vegna ágreinings um málefni.

Hrærður bæjarstjóri í Ölfusi lofar frambjóðendur í hástert
Um það bil 2,5 prósent þjóðarinnar voru í framboði um síðustu helgi. Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ánægður með niðurstöðu kosninganna og hann birtir pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann lýkur miklu lofsorði á frambjóðendur almennt.

Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“
Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan.

Heyr mína bæn, kæra sveitarstjórn
Náttúran og auðlindir Jarðar eru undirstaða heilbrigðs samfélags. Við byggjum við alla okkar tilveru á að gæta að jafnvægi þar á milli. Ef við tökum meira en náttúran gefur endar það með ósköpum. Hnignun hennar er ávísun á hnignun okkar. Stærsta ógnin sem stafar að mannkyni er hamfarahlýnun, eyðing náttúrunnar, búsvæða plantna og dýra og tap á líffræðilegri fjölbreytni.