Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Alþingi hefur lögfest samning frumvarp félags- og húsnæðismála um lögfestingu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með samningnum sé komið í veg fyrir mismunun á grundvelli fötlunar. Innlent 12.11.2025 16:53
Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Allar líkur eru á því að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi í dag. Aðstoðarmaður barnamálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði málið fyrst fram árið 2019 en hann segir að dagurinn sé stór í mannréttindasögu Íslands. Innlent 12.11.2025 13:29
Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Fjórum frumvörpum til laga var vísað til nefndar í kjölfar fyrstu umræðu á þingfundi Alþingis í dag. Þar á meðal er frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð og frumvarp menntamálaráðherra um síma í grunnskólum. Innlent 11.11.2025 23:59
Píratar kjósa formann í lok mánaðar Píratar munu aftur reyna að kjósa sér sinn fyrsta formann eftir að formgalli varð til þess að fresta þurfti aukaaðalfundi flokksins í október. Annar aukaaðalfundur flokksins verður því haldinn 29. nóvember. Að minnsta kosti tveir borgarfulltrúar sækjast eftir því að verða fyrsti formaður flokksins. Innlent 9. nóvember 2025 09:11
Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. Innlent 7. nóvember 2025 12:02
Gagnrýnisverð hegðun Þingflokksformaður Viðreisnar telur viðskipti embættis Ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið vera gagnrýnisverð. Hann segir ríkislögreglustjóra ekki endilega rétta einstaklinginn til að endurvinna traust til embættisins. Innlent 6. nóvember 2025 19:05
Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Ríkislögreglustjóri afhenti dómsmálaráðuneytinu umbeðin gögn vegna Intra- málsins svokallaða um miðnætti að sögn ráðherra. Hún segist ætla að vinna málið hratt og vel og skynji vel þungan í umræðunni. Staða ríkislögreglustjóra sé alvarleg. Innlent 6. nóvember 2025 11:46
Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Aðeins tæpur fimmtungur stjórnmálasamtaka skilaði ársreikningi til Ríkisendurskoðunar á tilskildum tíma um mánaðamótin. Samfylkingin er eini flokkurinn á Alþingi sem er í vanskilum. Innlent 6. nóvember 2025 09:09
Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur setið sinn síðasta bæjarstjórnarfund í Hafnarfirði. Þetta tilkynnti hún í lok bæjarstjórnarfundar í dag. Innlent 5. nóvember 2025 21:12
Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill kanna hvort þingið geti aðhafst í máli Ríkisendurskoðanda. Hann hyggst funda með Þórunni Sveinbjarnardóttur forseta þingsins vegna málsins. Innlent 5. nóvember 2025 18:55
Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Hlutverkaskipti þingmanna í hinum ýmsu nefndum á Alþingi hafa ekki aðeins áhrif á stöðu þingmanna og hlutverk þeirra á þinginu heldur einnig á launatékka þeirra. Þannig má gera ráð fyrir að laun Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, lækki um tæpar 250 þúsund krónur á mánuði eftir að hann vék sem þriðji varaforseti þingsins í fyrradag. Á móti hækka laun Bergþórs Ólasonar sem tók sætið í stað Karls Gauta. Laun þingmanna fara á hreyfingu í hvert sinn sem þeir gera ákveðin sætaskipti þar sem sérstak álag er greitt á laun fyrir ákveðin hlutverk í þinginu. Innlent 5. nóvember 2025 08:30
Djíbútí norðursins Ég er fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu og erlendis en brenn fyrir búsetufrelsi. Eftir að dyr opnuðust fyrir aukinni fjarvinnu í kjölfar Covid-faraldursins lét ég draum rætast og valdi að flytja til Siglufjarðar án sérstakra tenginga þangað. Lykilforsenda þess að flytja þangað var að þar væru almennilegir innviðir. Skoðun 5. nóvember 2025 08:02
Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað. Innlent 4. nóvember 2025 13:09
Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. Innlent 3. nóvember 2025 17:49
Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Bergþór Ólason hefur tekið sæti Miðflokksins í forsætisnefnd Alþingis í stað Karls Gauta Hjaltasonar. Þá skellti þingflokkurinn sér saman til Washington á dögunum. Innlent 3. nóvember 2025 17:17
Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur ekki tímabært að fjalla um mál embættis Ríkislögreglustjóra. Greiðslur til ráðgjafafyrirtækis um margra ára skeið sem nema um 160 milljónum hafa mikið verið í umræðunni síðustu daga. Innlent 3. nóvember 2025 13:59
Álftin fæli bændur frá kornrækt Fjórir þingmenn minnihlutans vilja að leyfilegt verði að veiða fjórar fuglategundir, þar á meðal álft, utan hefðbundins veiðitíma vegna ágangs þeirra á tún og kornakra. Flutningsmaður segir fuglana þess valdandi að bændur forðist að fara í stórfellda kornrækt. Innlent 3. nóvember 2025 12:31
Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að reglur um veiðar á nokkrum fuglategundum verði rýmkaðar í því skini að takmarka ágang fuglanna á tún og kornakra. Þá leggja þingmennirnir til að ráðherra geri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi í samvinnu við hagsmunaaðila og Náttúrufræðistofnun. Innlent 3. nóvember 2025 07:44
„Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ljóst að fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru verði að hafa afleiðingar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. Innlent 2. nóvember 2025 22:02
Líta eigi á eignir landsbyggðarfólks í Reykjavík sem sumarbústaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að líta þurfi á eignir landsbyggðafólks á höfuðborgarsvæðinu eins og sumarbústaði. Þá sé verið að útiloka ákveðinn hóp íbúðaeigenda með því að nýting séreignasparnaðar inn á höfuðstól lána sé bundin til tíu ára. Innlent 1. nóvember 2025 11:06
Eyðum óvissunni Nýleg ákvörðun Landsbankans um að hætta að veita verðtryggð lán nema til fyrstu kaupenda hefur haft í för með sér meiri háttar áhrif á fasteignamarkaðinn. Markaðurinn hefur kólnað á örfáum dögum og óvissan magnast. Skoðun 31. október 2025 14:31
Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Ögmundur Ísak Ögmundsson hefur verið ráðinn starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur starfað á sviði miðlunar, síðustu ár hjá Nóa Siríus en samhliða því sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 30. október 2025 21:53
Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar er nýkjörinn formaður þekkingar- og menningarnefndar Norðurlandaráðs. Greint er frá tíðindunum á vef Alþingis. Innlent 30. október 2025 15:28
Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri er ósammála dómsmálaráðherra um að atkvæðamisvægi gangi gegn alþjóðlegum skuldbindingum um mannréttindi. Taka þurfi tilliti til ýmissa atriða þegar þetta er til umræðu, svo sem strjálbýlis. Innlent 30. október 2025 13:11