Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins vill að fjármagn fylgi barni þegar kemur að fíknimeðferðum. Hún segir að á meðan ekki sé hægt að tryggja aðgengi og öryggi barna í meðferðarúrræðum á Íslandi eigi foreldrar og forráðamenn að geta leitað annað og fengið fjármagn með. Innlent 20.11.2025 22:03
Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Miðflokkurinn er stærri en Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn í nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist með um sautján prósenta fylgi sem hækkar um ríflega þrjú prósentustig á milli kannana. Miðflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Maskínu og hefur næstum því tvöfaldað fylgið sitt frá því í september. Innlent 20.11.2025 18:36
Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa fundað um áframhaldandi samning við stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið headspace. Framkvæmdastjórinn segir jákvætt að samtal sé farið af stað en hún óttaðist að fengist ekki ríkisstyrkur þyrfti að loka starfsemi Bergsins. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvað felst í samningnum. Innlent 20.11.2025 15:48
Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis hefur borist formlegt erindi um mannauðsmál Ríkisendurskoðunar. Bryndís Haraldsdóttir, 1. varaforseti þingsins, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið og gögnin séu komin til nefndarinnar. Málið sé nú á borði forseta þingsins. Innlent 19. nóvember 2025 18:05
Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Innlent 19. nóvember 2025 16:55
Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjávarútvegsfyrirtækin Brim og Síldarvinnslan voru á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Viðreisnar í fyrra. Ráðherra flokksins lagði fram frumvarp um hækkun veiðigjalds sem varð að lögum undir hörðum mótmælum hagsmunaaðila í sjávarútvegi fyrr á þessu ári. Innlent 19. nóvember 2025 13:30
Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB. Innlent 18. nóvember 2025 20:29
Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Forsætisráðherra segir tíðindi dagsins í tollamálum vera mikil vonbrigði en að varnarsigur hafi þó unnist. Þrátt fyrir að efnahagslegt tjón af verndarráðstöfunum vegna kísiljárns verði lítið, ef nokkuð, hafi prinsipp EES-samningsins verið þverbrotin. Öll samtöl við ráðamenn Evrópusambandsríkja bendi til þess að aðgerðirnar séu ekki forsmekkur að því sem koma skal. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 17:23
„ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit með því að staðfesta ákvörðun um verndartolla á kísilmálm þar sem Ísland og Noregur fá enga undanþágu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingfundar dagsins. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 14:23
Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Fylgismenn Fjarðarheiðarganga hafa náð að safna fleiri undirskriftum en fylgismenn Fjarðaganga í ákafri keppni í söfnun undirskrifta sem stendur núna yfir á Austurlandi. Þar takast á stuðningshópar tveggja mismunandi jarðgangakosta í fjórðungnum. Innlent 17. nóvember 2025 21:21
Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Mennta- og barnamálaráðherra vill hækka aldurstakmark á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um áhrif samfélagsmiðla á börn og ungmenni. Innlent 17. nóvember 2025 20:15
Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Forseti Alþingis hefur farið þess á leit við fjárlaganefnd að nefndin veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Núverandi fjárveiting til embættisins nemur fjörutíu milljónum króna. Innlent 17. nóvember 2025 13:15
Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað í þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn ætla að mæla fyrir á Alþingi á næstunni. Reglur miðlanna taka á engan hátt mið af því hversu skaðlegt efnið getur verið börnum, segir varaþingmaður Framsóknar og sviðsstjóri hjá Netvís. Innlent 17. nóvember 2025 13:07
Heldur málþófið áfram? Átakalínur íslenskra stjórnmála hafa sjaldan orðið ljósari en í átökunum á Alþingi um veiðigjaldið. Þegar almannahagsmunir höfðu loksins betur gegn sérhagsmununum þó aðeins væri um áfangasigur að ræða. Skoðun 17. nóvember 2025 12:32
Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. Innlent 15. nóvember 2025 20:10
Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Þingmaður segir mikilvægt að tryggja að æðstu ráðamenn landsins fari ekki beint í störf innan Evrópusambandsins gangi Ísland í sambandið. Dæmi séu um að erlendir ráðamenn lendi í klandri fyrir svipaðar tilfærslur. Innlent 15. nóvember 2025 19:40
Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Þingflokkar á Alþingi hafa nú tilnefnt talsmenn fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem lögfestur var í vikunni. Talsmennirnir fengu fræðslu um samninginn í dag, heyrðu reynslusögur fatlaðs fólks og kynntust reynsluheimi þeirra. Innlent 14. nóvember 2025 21:02
Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Varaformaður Miðflokksins hafnar því að hugmyndir hans um áhrif fjölgunar innflytjenda á Íslandi sé rasísk samsæriskenning heldur byggi þær á „tölfræðilegum staðreyndum“. Prófessor í stjórnmálafræði segir málflutning varaformannsins augljóst dæmi um að byrjað sé að daðra við samsæriskenninguna í íslenskum stjórnmálum. Innlent 14. nóvember 2025 06:46
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. Innlent 13. nóvember 2025 22:43
Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Dýrahjálp Íslands fagnar lagabreytingu sem gerir gæludýraeigendum kleift að flytja með dýr sín í fjölbýli án þess að þurfa samþykki nágranna sinna í húsinu. Því fylgi oft mikil sorg þegar fólk flytur á milli staða og þarf að skilja dýrin eftir. Innlent 13. nóvember 2025 16:03
Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var lögfestur á Alþingi í dag með atkvæðum þingmanna allra flokka á Alþingi nema Miðflokksins sem sátu hjá. Margir þingmenn stigu í pontu til að gera grein fyrir atkvæði sínu fulltrúar úr röðum hagsmunasamtaka fatlaðs fólks fjölmenntu á þingpallana til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og fögnuðu þegar frumvarpið varð að lögum. Innlent 12. nóvember 2025 21:00
Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Hunda- og kattahald er nú leyft í fjölbýli og samþykki annarra eigenda ekki lengur skilyrði fyrir dýrahaldinu þar sem Alþingi hefur nú samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Innlent 12. nóvember 2025 18:43
Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Alþingi hefur lögfest frumvarp félags- og húsnæðismála um lögfestingu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með samningnum er komið í veg fyrir mismunun á grundvelli fötlunar. Innlent 12. nóvember 2025 16:53
Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Allar líkur eru á því að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi í dag. Aðstoðarmaður barnamálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði málið fyrst fram árið 2019 en hann segir að dagurinn sé stór í mannréttindasögu Íslands. Innlent 12. nóvember 2025 13:29
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent