Umferð

Fréttamynd

Brennur fyrir borgar­hönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari

Fyrstu drög að fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur voru nýlega sett í samráðsgátt. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir stefnuna loforð til íbúa um það hvernig borg eigi að byggja og hvaða gæði eigi að tryggja við það. Hún segir umræðu um hennar eigin fasteignakaup hafa vakið hjá henni reiði og óöryggi og það hafi sérstaklega sært hana hversu samhengislaus umfjöllunin var. Kaupin kjarni hennar pólitík og stefnu.

Innlent
Fréttamynd

Einn vistaður vegna slags­mála ung­menna í Breið­holti

Einn var vistaður í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Alls gistu fjórir í fangaklefum lögreglunnar í nótt eða gærkvöldi og voru alls 45 mál skráð í kerfið lögreglunnar frá klukkan 17 og til fimm í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja nýja leið fyrir strætó í Foss­vogi í gegnum tvo botn­langa

Strætó hefur óskað eftir því að Reykjavíkurborg og Kópavogur hefji undirbúning að byggingu strætóvegar milli Stjörnugrófar og Fossvogsbrúnar. Í minnisblaði sem var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni kemur fram að samhliða breytingunum þurfi að setja upp hlið til að stöðva aðra umferð og tvær nýjar stoppistöðvar, við Víkina og Fossvogsbrún.

Innlent
Fréttamynd

Styttist í stóra á­kvörðun vegna Sunda­brautar

Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu.

Innlent
Fréttamynd

Sex slasaðir eftir á­rekstur á Jökul­dals­heiði

Bíl var ekið aftan á annan bilaðan sem stóð í vegkanti á Jökuldalsheiði í gær. Lögreglu var tilkynnt um óhappið skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi og segir hún í tilkynningu að þungbúið hafi verið á vettvangi og skuggsýnt.

Innlent
Fréttamynd

Fram­kvæmdirnar komi eftir á­kall frá í­búum

Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar. Markmið framkvæmda á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar er að auka umferðaöryggi án þess að draga úr afkastagetu og þjónustustigi gatnamótanna. Íbúar í hverfinu eru sagðir hafa óskað eftir því lengi að umferðaröryggi á þessum stað yrði bætt.

Innlent
Fréttamynd

Um­ferðin færist inn á íbúðagötur

Kópavogsbúar óttast að vegaframkvæmdir verði til þess að miklar umferðartafir verði á svæðinu. Ekkert samráð hafi verið haft við íbúa og umferð þyngist á íbúðagötum í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Hraðamyndavélar settar upp við Þing­velli

Tvær hraðamyndavélar verða teknar í notkun á Þingvallavegi austan þjónustumiðstöðvar á morgun, þann 3. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem segir að markmiðið sé að auka umferðaröryggi.

Innlent
Fréttamynd

Ó­nýtir vegir – eina ferðina enn

Undanfarin tæp 20 ár hefur allt of litlu fé verið varið til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfi landsins. Viðhaldsskuldin sem safnast hefur upp frá hruni er metin á 250–300 milljarða króna á núvirði. Hefði eðlilegu viðhaldi og endurbótum verið sinnt eins og vera ber síðustu tvo áratugina væri upphæðin töluvert lægri. Þess í stað hafa vegirnir versnað verulega á sama tíma og útlit er fyrir að erfiðlega geti gengið að snúa þeirri þróun við.

Skoðun
Fréttamynd

Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir við­brögðunum

Reykjavíkurborg vissi að yrði beygjuvasi við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls fjarlægður yrðu tafir á umferð úr Árbænum. Samgöngustýra Reykjavíkurborgar segir þær gríðarlegu tafir sem ökumenn hafa upplifað síðustu vikur eiga vera mun skárri nú. Hún vonast til þess að tíminn leiði í ljós að framkvæmdirnar séu ekki svo slæmar. 

Innlent
Fréttamynd

Með bílinn fullan af fíkni­efnum

Lögregluþjónar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu í ökumann í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefnis. Svo reyndist vera en vöknuðu einnig grunsemdir um að hann væri með fíkniefni í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Austur­stræti orðið að göngu­götu

Austurstræti frá Pósthússtræti og Veltusund verða frá og með deginum í dag varanlegar göngugötur. Þetta þýðir að samfellt göngugötusvæði verður frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi.

Innlent
Fréttamynd

Fram­kvæmdum að ljúka á gatna­mótum sem gera Ár­bæinga grá­hærða

Reiknað er með að framkvæmdum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls ljúki í vikunni. Ljósastýring á að verða sveigjanlegri og betra jafnvægi að nást á milli akstursstefna. Árbæingar hafa kvartað sáran yfir töfum á umferð undanfarnar vikur. Borgin vonast til að breytingarnar skili sér í betra flæði fyrir alla vegfarendur.

Innlent
Fréttamynd

Fólk hvatt til að taka strætó

Bíllausi dagurinn er í dag og eru landsmenn hvattir til að skilja bílinn eftir heima. Til að auðvelda fólki þá er frítt í strætó um allt land.

Innlent
Fréttamynd

Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun

Á morgun, mánudaginn 22. september, verður frítt í Strætó bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilefnið er bíllausi dagurinn sem er hluti af Evrópsku samgönguvikunni, sem hófst 16. september.

Innlent
Fréttamynd

Um­ferðar­öryggi barna í Kópa­vogi

Í síðustu viku hófst grunnskólinn aftur eftir gott sumarfrí. Götur bæjarins fylltust af ungum og óreyndum vegfarendum – börnum sem ganga eða hjóla í skólann, sum í fyrsta sinn án fylgdar. Þetta ætti að vera gleðistund. Í staðinn upplifa margir foreldrar kvíða: eru leiðirnar nógu öruggar?

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til breytingar á gatna­mótum í kjöl­far bana­slyss

Umhverfis- og skipulagssvið og skrifstofa samgangna og borgarhönnunar leggur til að þar til ljósastýringu verður komið upp á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis verði settar upp þrengingar og gatnamótunum breytt þannig að fléttun akreina gerist fyrr. Banaslys varð á gatnamótunum fyrir tveimur árum þegar ökumaður sendibíls lést í kjölfar áreksturs við lyftara.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri­beygja inn á Bústaða­veg gæti heyrt sögunni til

Til stendur að afnema ljósastýringu á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Til skoðunar er svokölluð „hægri inn og hægri út lausn“, sem myndi gera það að verkum að hvorki væri hægt að komast inn á né út af Bústaðavegi ef ekið er Reykjanesbrautina í norður. Fyrsti valkostur Vegagerðarinnar er þó brú yfir Reykjanesbraut til vinstri inn á Bústaðaveg. Enginn valkostur býður upp á vinstribeygju inn á Reykjanesbrautina af Bústaðavegi.

Innlent
Fréttamynd

Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist

Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Göngu- og hjóla­brú við Duggu­vog opnuð síð­degis í dag

Göngubrú yfir Sæbraut verður opnuð fyrir gangandi og hjólandi síðdegis í dag. Búið er að gera öryggisúttekt á brúnni og verða girðingar umhverfis framkvæmdasvæði fjarlægðar síðdegis í dag. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. 

Innlent