Besta deild karla

Fréttamynd

Bjarnólfur Lárusson: Það vantar drápseðlið í okkur

Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkinga var fúll eftir tap sinna manna í Árbænum í kvöld. Sigurmark Fylkismanna kom með síðustu spyrnu leiksins en Bjarnólfur hefði viljað sjá sína menn sýna meira drápseðli upp við mark andstæðingsins sem hefði þá skilað þeim betri úrslitum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Aaron nýtti tækifærið sitt vel

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur með sína menn í dag eftir 3–1 sigur á Þórsurum frá Akureyri. Jóhann Helgi kom Þór yfir en Newcastle-maðurinn Aaron Spear svaraði með tveimur mörkum áður og Andri Ólafsson innsiglaði svo sigurinn með fallegasta marki leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Páll Viðar: Það vantaði meiri einbeitingu

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var ekki nægilega sáttur við sína menn eftir 1-3 tap fyrir Eyjamönnum á Hásteinsvellinum í dag. Páll Viðar talaði um einbeitingaleysi hjá sínum mönnum og að dómari leiksins, Erlendur Eiríksson, hafi nú ekki átt fullkominn leik. Páll Viðar vildi þó ekki skella allri skuldinni á Erlend.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Langþráður sigur Keflvíkinga

Keflvíkingar unnu mikilvægan 1-0 sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í dag. Leikurinn var nokkuð jafn en mark Ísaks Arnar Þórðarsonar skildu liðin að. Hagur Keflvíkinga í botnbaráttunni vænkast en draumur Valsmanna um Evrópusæti er veikari þó hann sé enn á lífi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Jafntefli í Grindavík

Grindavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Grindavík í kvöld. Bæði lið eru því ósigruð í sex leikjum en bæði lið gera full mikið af jafnteflum til að færa sig ofar í töflunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar tryggði Fram mikilvægan sigur á Blikum

Framarar eru ekki búnir að gefast upp í fallbaráttu Pepsi-deildar karla því þeir náðu í þrjú mikilvæg stig með því að vinna 1-0 sigur á fráfarandi Íslandsmeisturum Breiðabliks á Laugardalsvellinum í dag. Arnar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sögulegt sumar hjá KR

Sumarið 2011 er þegar orðið sögulegt fyrir KR-inga, sem eru á góðri leið með að verða fyrsta félagið á þessari öld sem vinnur tvöfalt (síðast KR árið 1999), það er verður bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari. Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar hafa þegar unnið bikarinn og í síðasta leik sínum settu þeir nýtt met með því að verða fyrsta liðið sem leikur 21 leik inn í tímabil án þess að bíða ósigur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Öll félög í vandræðum

„Við erum að glíma við lausafjárvanda. Valur er ekki í greiðslustöðvun. Nú erum við að ganga í samningamál við okkar leikmenn,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, um þau vandræði sem félagið glímir við þessa dagana.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsmenn í vandræðum

Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfesti við Vísi í dag að knattspyrnudeildin hefði hafið þá vinnu að semja við leikmenn félagsins á nýjan leik þar sem illa gengur að standa við fjárhagslegar skuldbindingar við leikmenn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KFR og KV upp í 2. deild

Knattspyrnuliðin KFR og KV tryggðu sér í kvöld sæti í 2. deild karla en liðin höfðu betur í sínum viðureignum í undanúrslitum 3. deildarinnar.

Íslenski boltinn