Íslenski boltinn

Andri samdi til fjögurra ára við ÍBV: Vill ýta við öðrum lykilmönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV-liðsins.
Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV-liðsins.
Eyjafréttir hafa greint frá því að Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV-liðsins, sé búinn að gera nýjan fjögurra samning við félagið. Andri hefur spilað út um allan völl hjá ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar en að undanförnu hefur hann leyst stöðu miðvarðar.

„Þar sem búið er að standa mjög vel að málum hjá okkur síðustu tvö ár þá líst mér bara vel á framhaldið og ákvað að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning," sagði Andri í myndbandsviðtali við Eyjafréttir eftir að hann skrifaði undir samninginn.

„Ég er Eyjapeyi, fæddur og uppalinn hérna og maður verður hérna sennilega eins lengi og maður getur."

Nokkrir leikmenn ÍBV-liðsins eru samningslausir eftir tímabilið en það eru Aaron Spear, Denis Sytnik, Ian Jeffs, Matt Garner, Rasmus Christiansen, Yngvi Magnús Borgþórsson.

„Þetta er líka yfirlýsing til þess að reyna að fá fleiri lykilleimenn í liðinu til að lengja samninga sína þannig að þessi velgengni hjá okkur geti haldið áfram," sagði Andri í umræddu viðtali.

„Núna eru erlendu leikmennirnir farnir að vera hjá okkur allt árið og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að festa menn þannig að við séum ekki alltaf að skipta út mönnum," sagði Andri.

„Við ætlum að reyna að vinna titilinn en þá þurfum við sennilega að vinna rest," sagði Andri brosandi að lokum aðspurður um toppbaráttuna við KR. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×