Íslenski boltinn

Heimir: Aaron nýtti tækifærið sitt vel

Valur Smári Heimisson skrifar
Heimir  Hallgrímsson, þjálfari ÍBV.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV. Mynd/Stefán
Heimir  Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur með sína menn í dag eftir 3–1 sigur á Þórsurum frá Akureyri. Jóhann Helgi kom Þór yfir en Newcastle-maðurinn Aaron Spear svaraði með tveimur mörkum áður og Andri Ólafsson innsiglaði svo sigurinn með fallegasta marki leiksins.

„Þetta var flottur leikur hjá okkur í dag. Við vorum ryðgaðir í byrjun en náðum upp okkar leik eftir að þeir skoruðu. En eftir að við komumst yfir þá fannst mér þetta aldrei spurning," sagði Heimir.

Eyjamenn voru með tvo menn í banni, þá Tryggva Guðmundsson og Finn Ólafsson, en Aaron Spear nýtti sér vel tækifærið í byrjunarliðinu og skoraði tvö mörk.

„Ég er ánægður með Aaron í dag og hann nýtti tækifærið vel. Hann er ekki endilega sá hraðasti en hann er bara svo klókur sóknarmaður sem staðsetur sig mjög vel,“ sagði Heimir.

Aaron hefur ekki verið að gera neinar rósir það sem af er með Eyjamönnum en hann skoraði sitt fyrsta mark á mót KR í Frostaskjólinu í þar síðustu umferð.

„Það er erfitt að fá ungan strák frá Newcastle og fá hann til að gefa allt sitt fyrir lítið félag frá einhverri eyju utan af Íslandi. En nú er hann búinn að vera hérna í svolítin tíma og farinn að þykja vænna um eyjuna og fólkið hér í kring. Hann er því tilbúnari til að gefa allt sitt í þetta.“ sagði Heimir Hallgrímsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×